Öryggisvörður: Öryggi og skyndihjálp grunnnámskeið - hópur 2

Námskeið

30 maí
til
31 maí
Staðsetning Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Tími 08:00 - 15:00
Leiðbeinandi Bjarni Rúnar Rafnsson

Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.

Skráning
course-image
Fyrirkomulag námskeið
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem öryggisvörður, sem þeir munu síðan geta nýtt sér til að:
Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðast við neyðartilfellum.
Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.

Skilyrði fyrir útgáfu skírteinis
Til þess að fá útgefið skírteini í Grunnnnámskeið Öryggisvörður: öryggi og skyndihjálp þurfa þátttakendur að:
Sitja allt námskeiðið og sýna fram á virka þátttöku í öllum þáttum námskeiðsins.
Umræðum, spurningum og vinnustofum.
Verklegum æfingum og tilfellaæfingum.

Skírteini
Þátttakendur sem standast námskeiðið fá útgefið eftirfarandi skírteini: Grunnnámskeið Öryggisvörður: öryggi og skyndihjálp og er það gilt í eitt ár frá útgáfudegi.