Birting frétta
Ártal

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins

Innanlandsstarf 04. desember 2023

Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt

Innanlandsstarf 04. desember 2023

Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.

Söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins

Almennar fréttir 01. desember 2023

Þeir Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson, gengu í hús og söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna jarðhræringa í Grindavík.

Aukin þjálfun í sálfélagslegum stuðningi

Almennar fréttir 27. nóvember 2023

Rauði krossinn á Íslandi hefur eflt þjálfun í sálfélagslegum stuðningi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sína þökk sé stórum styrk frá Evrópusambandinu. Stefnt er að því að öll sem starfa í verkefnum Rauða krossins hafi slíka þjálfun.

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn

Alþjóðastarf 27. nóvember 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

Seldi smákökur til að styrkja Rauða krossinn

Almennar fréttir 24. nóvember 2023

Sólveig María Guðmundsdóttir bakaði og seldi smákökur til að styrkja Rauða krossinn.

Starf Rauða krossins vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Innanlandsstarf 20. nóvember 2023

Rauði krossinn hefur haft í ýmsu að snúast vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Hér má finna upplýsingar um starf félagsins vegna ástandsins og þjónustu sem er í boði fyrir Grindvíkinga.

Styrktu sjálfstraust og sjálfsmynd ungmenna á Akureyri

Innanlandsstarf 09. nóvember 2023

Rauði krossinn við Eyjafjörð hélt nýverið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni með erlendan bakgrunn. Að námskeiðinu loknu var sjáanlegur munur á sjálfstrausti og samskiptum ungmennanna.

Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins

Almennar fréttir 07. nóvember 2023

Nýlega fór fram sendifulltrúanámskeið í Borgarnesi fyrir þau sem vilja fara erlendis sem sendifulltrúar og sinna hjálparstarfi á vettvangi eða þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum. Námskeiðið var alþjóðlegt og kynnti tilvonandi sendifulltrúa fyrir ýmsum hliðum starfsins.

Rýmingaráætlanir fyrir Grindavík á íslensku, ensku og pólsku

Innanlandsstarf 06. nóvember 2023

Hér má nálgast rýmingaráætlanir Almannavarna fyrir Grindavík á þremur tungumálum.

30 milljónir til hjálparstarfs í Marokkó og Líbíu

Alþjóðastarf 26. október 2023

Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu í september síðastliðnum er lokið. Félagið sendir 30 milljónir kr. til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf.

Hjálpargögn bárust en duga skammt 

Alþjóðastarf 23. október 2023

Á síðustu dögum hefur Rauða kross hreyfingin meðal annars unnið að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gaza og flutt frelsaða gísla frá Gaza til Ísrael. Enn er þó gríðarleg neyð á Gaza og fjöldi fólks í gíslingu. Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi mun styrkja mannúðaraðstoð hreyfingarinnar. 

Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs

Alþjóðastarf 18. október 2023

Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.

Ákall til stjórnvalda vegna mannúðarkrísu á Gaza-svæðinu

Almennar fréttir 15. október 2023

Eftirfarandi ákall var sent til íslenskra stjórnvalda síðastliðið föstudagskvöld.

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Djúpavogi

Almennar fréttir 11. október 2023

Rauði krossinn á Íslandi opnaði fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í gærkvöldi vegna veðurs. Átta manns nýttu sér hana.

Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum 

Alþjóðastarf 09. október 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu. 

Umsögn Rauða krossins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga

Almennar fréttir 06. október 2023

Síðastliðinn fimmtudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga.

Lætur drauminn rætast á Íslandi

Almennar fréttir 05. október 2023

Noor Muayad Khalid Al Zamil kom til Íslands sem kvótaflóttamaður árið 2018 og fékk nýverið styrk til háskólanáms vegna framúrskarandi námsárangurs hennar í menntaskóla. Styrkurinn hjálpar henni að gera draum sinn um að verða læknir að veruleika.