Sálræn fyrsta hjálp - Efstaleiti Reykjavík

Námskeið

01 Oct
Location Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Time 17:00 - 20:00
Instructor Belinda Karlsdóttir
Price per person 12.000 ISK

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.

Signup
course-image
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.

Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur öðlist:
· þekkingu um sálræna fyrstu hjálp og viti hvað það er og hvað ekki
· frekari þekkingu á viðbrögðum fólks í vanlíðan
· skilning á þremur lykilþáttum „Horfa, Hlusta og Tengja“
· færni í að veita sálræna fyrstu hjálp
· skilning á flóknum aðstæðum og viðbrögðum
· veri meðvitað um mikilvægi þess að huga einnig að sjálfum sér þegar aðstoða þarf aðra

Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg. Þátttakendur þurfa að vera skráð áður en námskeiðið hefst og ekki er tekið við skráningum á staðnum. Ef námskeiðið er fullt er ekki hægt að bæta við fleiri þátttakendum.

Hægt er að fá vatn, te og kaffi en fólk er hvatt til að taka með sér nesti.

Nánari upplýsingar í síma 570-4220 og á namskeid@redcross.is.

ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir.