Voluntary service is one of the main principles of our operations and allows us to react to needs and emergencies in a swift and organized manner. The Icelandic Red Cross and the entire Red Cross Movement is based on voluntary helping. The Icelandic Red Cross is a part of the International Federation of Red Cross and Red Crescent Societies, the world’s largest humanitarian network that brings together almost 14 million volunteers. In Iceland there are around 2300 volunteer in every corner of the country. The activities are diverse and most 

Frequently asked questions

Þegar hugmyndin að Rauða krossinum varð fyrst til í kringum miklar styrjaldir og neyð þótti vöntun á samtökum sem gátu komið særðum hermönnum til aðstoðar óháð því hvoru megin víglínanna þeir börðust. Grunnhugmyndin var að veita mannúðaraðstoð án þess að gera greinarmun á fólki t.d. eftir uppruna, tungumáli, kyni eða trúarbrögðum og byggja á sjálfboðnu starfi.

Í dag er sjálfboðið starf enn ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins. Hreyfingin er borin upp af sjálfboðnu starfi og lætur aldrei stjórnast af hagnaðarvon. Á Íslandi starfa um 2300 sjálfboðaliðar um allt land og eiga það sameiginlegt að vilja nýta krafta sína samfélaginu til góða. Þannig er félaginu gert kleift að vinna að markmiðum sínum og bregðast skjótt við með sjálfboðaliða í framlínunni sem vinna af hugsjón og mannúð.

Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þau vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki, og efli tengslanetið sitt. Svo hefur verið sýnt fram á að sjálfboðið starf stuðlar að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. 

Einn af grunnþáttum í starfsemi okkar er fjölbreyttur hópur sjálfboðaliða sem endurspeglar samfélagsgerðina og veitir okkur kraft og bolmagn til að starfa að þeim fjölmörgu verkefnum sem við sinnum. Við leggjum áherslu á samfélagslega þátttöku ólíkra aðila í starfi félagsins og þjálfum og fræðum þannig að sjálfboðaliðar hafi verkfærin til að takast á við verkefnin sín.

Þannig ættu flest að geta gerst sjálfboðaliðar og fundið verkefni í samræmi við áhuga og hæfni.  Almennt er 18 ára aldursviðmið í verkefnum en í sumum verkefnum er gerð krafa um að hærri aldri hafi verið náð og/eða ákveðna hæfni eða þekkingu. Alltaf er gerð krafa um að sjálfboðaliðar séu tilbúin til að starfa samkvæmt stefnu Rauða krossins, siðareglum og grundvallarhugsjónum.

Í verkefnum með börnum og ungmennum er óheimilt að ráða starfsmenn eða sjálfboðaliða sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Verkefni Rauða krossins eru fjölbreytt og miðast við þörf í samfélaginu og stefnu Rauða krossins hverju sinni. Verkefni sjálfboðaliða eru sömuleiðis margskonar og við leggjum áherslu á að sjálfboðaliðar fái verkefni við hæfi og hljóti þjálfun og fræðslu svo þeir geti unnið störf sín á árangursríkan og öruggan máta.

Sum sjálfboðastörf krefjast sérþekkingar eða sérstakrar reynslu. Sem dæmi þá sinna hjúkrunarfræðingar og læknar heilbrigðisþjónustu í Frú Ragnheiði í sjálfboðastarfi. Í 1717 Hjálparsímanum er lögð áhersla á mikla hæfni í samskiptum en sjálfboðaliðar fá þjálfun og leiðbeiningar til að geta tekið á móti margvíslegum og oft krefjandi erindum. Í öðrum verkefnum þurfa sjálfboðaliðar ekki að búa yfir ákveðinni sérþekkingu eða hæfni heldur fá þjálfun og fræðslu sem þeir kunna að þurfa til að geta tekist á við verkefnið sitt.

Það er ólíkt milli verkefna hversu mikinn tíma sjálfboðaliðar eru beðnir um að leggja fram og í hversu langan tíma þeir þurfa að skuldbinda sig. 

Í sumum verkefnum verja sjálfboðaliðar einni klukkustund vikulega og í öðrum verkefnum t.d. 3 klukkustundum tvisvar sinnum í mánuði. Stundum eru sjálfboðaliðar beðnir um að skuldbinda sig til 6 eða 12 mánaða og í öðrum tilfellum er beðið um mun skemmri skuldbindingu. 

Fyrsta skrefið er að kynna sér verkefni sjálfboðaliða og kanna hvar áhuginn leynist helst.

Lögð er inn rafræn umsókn um sjálfboðastörf og haft verður samband innan 7 daga. Umsóknin er metin út frá mögulegum hæfni- og/eða aldursviðmiðum og hvort vanti sjálfboðaliða í verkefnið.

Ef þú velur verkefni sem hentar þér ekki eða þar sem vantar ekki sjálfboðaliða þá hjálpum við þér að kanna aðra möguleika.

Ef verkefnið er rétt fyrir þig bjóðum við þér í viðtal þar sem þú færð helstu upplýsingar um markmið, fyrirkomulag og fræðslu sem þú þarf að ljúka til að geta hafið störf. 

Þegar þú hefur hafið störf stendur þér til boða að sækja þér aukna fræðslu sem styrkir þig í starfinu. 

After major disasters people often want to volunteer in the affected area. But this isn't the best way of getting help where it's needed.

The International Red Cross and Red Crescent Movement is made up of 190 National Societies. The Icelandic is one of these. Each National Society can draw upon its own body of volunteers, so we don’t send volunteers overseas.

Our approach saves vital time and money, as local volunteers have the advantage of speaking the language, knowing the region and understanding the culture.

Every year we do welcome young volunteers (aged 18 - 30) from other European countries through the European Solidarity Corps. These volunteers support long-term projects. They do not help in the aftermath of a disaster.

If you would like to volunteer overseas you might like to visit AUS a NGO that do send young volunteers abroad.

Skipulögð sjálfboðastörf geta verið hluti af námi á unglinga-, framhaldsskóla- og  háskólastigi. Rauði krossinn á Íslandi tekur reglulega á móti nemendum í sjálfboðastörf í tengslum við nám þeirra. Allar fyrirspurnir vegna sjálfboðastarfa í tengslum við nám, Erasmusverkefni og starfsnám má senda á central@redcross.is

Hér má finna upplýsingar vegna rannsóknaverkefna nemenda

Apply for a volunteer opportunity

Our volunteers make it possible to respond to crisis and needs in a swift and organized manner.

Apply here