Location
Sunnubraut 34, 230 Reykjanesbær
Time
17:00 - 17:00
Instructor
Bjarni Rúnar Rafnsson
Skyndihjálp 6 klukkustundir
Skiptist í:
Vefnámskeið 2 klst og 4 klst verkleg þjálfun
Námskeiðið Skyndihjálp þjálfara: Vefnámskeið og 4 klst - verkleg þjálfun er ætlað þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum íþróttafélaga. Námskeiðið er byggt á kennsluefni frá Rauða krossinum.
Fyrirkomulag námskeiðs
Vefnámskeið
Á vefnámskeiðinu munu þátttakendur munu fá tækifæri til að öðlast þekkingu og öryggi til að veita skyndihjálp, ásamt því að ákveða hvort þurfi að virkja viðbragðskeðjuna og fá frekari aðstoð.
Vefnámskeið hér:
https://ifrc.csod.com/ui/lms-learning-details/app/course/4195c7b8-0bdb-40d8-b329-d99091b04155
Leiðbeiningar við skráningu hér:
https://www.raudikrossinn.is/media/pyoh0xjv/learning-platform-inngangur.pdf
4 klst verkleg þjálfun
Verklega þjálfun eftir vefnámskeið mun veita þátttakendum tækifæri til að tileinka sér hæfni á helstu viðfangsefnum skyndihjálpar með áherslu á verklega færni og tilfellaæfingar.
Sú þekking, leikni og hæfni mun síðan geta nýst þátttakendum til í að:
Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðast við neyðartilfellum.
Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Lengd námskeiðs
Vefnámskeiðið tekur að jafnaði tvær til þrjár klukkustundir en námskeiðsframvindan rennur út á þremur tímum sem eru tímamörkin til að taka allt námskeiðið.
Verkleg þjálfun tekur 4 klukkustundir með hléum.
ATH: Til þess að fá aðgang að verklega hlutanum þarf að framvísa skírteini frá vefnámskeiði til leiðbeinanda.
Hámarksfjöldi
15 þátttakendur í verklegri þjálfun.
Farið er eftir viðurkenndum gæðaviðmiðum Rauða krossins í fjölda þátttakenda á leiðbeinenda. Hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda gagnvart þátttakendum er að tryggja öryggi, velferð og líðan þeirra á meðan á námskeiðinu stendur yfir.
Skilyrði fyrir útgáfu skírteinis
Til þess að fá útgefið skírteini í Skyndihjálp þjálfara: Vefnámskeið og 4 klst verkleg þjálfun þurfa þátttakendur að sitja allt námskeiðið og sýna fram á virka þátttöku í öllum þáttum námskeiðsins.
Kennsluaðferðir námskeiðs eru fyrirlestrar, umræður og spurningar og sérstök áhersla er á sýnikennsla, verklegar æfingar og tilfellaæfingar.
Skírteini
Þátttakendur sem sitja námskeiðið fá útgefið eftirfarandi skírteini: Skyndihjálp þjálfara: Vefnámskeið og 4 klst verkleg þjálfun og er það gilt í tvö ár frá útgáfudegi. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár.
Leiðbeinandi
Til að leiðbeina á námskeiðum Rauða krossins þarf leiðbeinandi að vera með gild leiðbeinendaréttindi.
Námsmarkmið
Við lok námskeiðs eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu, hæfni og öryggi í skyndihjálp, en það felst í því að þátttakendur:
Sýni fram á þekkingu og hæfni við að tryggja öryggi á vettvangi, meta aðstæður og framkvæma skoðun og mat.
Geta ákveðið hvenær eigi að virkja viðbragðskeðjuna, með því að hringja í 112, til að fá frekari aðstoð.
Sýni fram á þekkingu, leikni og hæfni í endurlífgun, með hjartahnoði, öndunarblástrum og notkun á hjartastuðtæki.
Sýni fram á leikni og hæfni í teymisvinnu í endurlífgun.
Geti borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna slysa og áverka.
Geti borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna bráðra veikinda.
Geti borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna aðskotahlutar í hálsi.