Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Aðstoð í boði
Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð.
Lesa meira
Hjálparsíminn 1717 og netspjallið
- Opið allan sólarhringinn
- Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
- Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
- Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði

gerast mannvinur eða tímabundinn sjálfboðaliði
Rauði krossinn óskar eftir Mannvinum og sjálfboðaliðum
Fréttir af starfinu
Fréttir af starfinu

Psychological symptoms during natural disasters
During earthquakes like those that are currently happening in Reykjanes and affecting many parts of the southwestern part of Iceland, it is not unusual to experience psychological symptoms. It is uncomfortable to be uncertain about your safety. Here are some things to consider about your well-being.

Sálræn einkenni við náttúruvá
Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum. Það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart náttúrunni og efast um öryggi sitt.
Hér eru nokkrir punktar til þess að huga að líðan þinni.

Jarðskálftar: Varnir og viðbúnaður
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is

Hættustig almannavarna á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinu
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir á Reykjanesi.
Viðburðir og námskeið

Aðalfundur Kvennadeildar RKR
Aðalfundur Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 18.00 á Grand Hótel Reykjavík

Stofnfundur sameinaðrar deildar
Rauði krossinn í Kópavogi og Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 18.00 að Strandgötu 24, Hafnarfirði

Aðalfundur Rauða krossins í Súgandafirði
Aðalfundur Súgandafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 4. mars kl. 20.00 á Sunnuhlíð – dagdeild aldraðra, Túngötu 2, Suðureyri.

Aðalfundur Rauða krossins í Múlasýslu
Aðalfundur Múlasýsludeildar Rauða krossins verður haldinn föstudaginn 5. mars kl. 18.00 í Bókakaffi, Fellabæ