Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

 • Opið allan sólarhringinn
 • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
 • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
 • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

gerast mannvinur eða tímabundinn sjálfboðaliði

Rauði krossinn óskar eftir Mannvinum og sjálfboðaliðum

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

16. apríl 2021 : Sendifulltrúi til starfa í Líbanon

Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon.

14. apríl 2021 : Rauði krossinn tók á móti gjafakortum frá starfsfólki Landspítalans

Starfsfólk Landspítalans gáfu Rauða krossinum nokkur sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Sketchers sem þau höfðu fengið í gjöf en vildu gefa áfram til fólks sem gæti nýtt sér þau.

SOS_7239-2

9. apríl 2021 : Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands saman að teikniborðinu

Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist án þess að skerða sóttvarnir. 

8. apríl 2021 : Vegna nýrrar reglugerðar um dvöl í sóttkví

Fyrr í kvöld birtust á vef stjórnarráðsins upplýsingar um breytt skilyrði um dvöl í sóttkví og ný reglugerð þar að lútandi sem taka á gildi á miðnætti. Rauði krossinn var ekki upplýstur um nýja reglugerð fyrr en við birtingu hennar og vinna fulltrúar félagsins nú að yfirferð og túlkun nýrra reglna.

 

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Bjargvættir Skyndihjálp fyrir ungmenni - Hafnarfjörður 20.4.2021 16:30 - 19:30

Rauði krossinn í Hafnarfirði heldur námskeið Bjargvættir Skyndihjálp fyrir ungmenni mánudaginn 20. april 2021 kl. 16:30-19:30

Staðsetning: Hamraborg 11, 2.hæð, Kópavogi.

 

Börn og umhverfi í Hafnarfirði 24.4.2021 - 25.4.2021 10:30 - 15:30

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið helgina 24. og 25. apríl 2021. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2009 og eldri (12 ára og eldri).

Staðsetning: Strandgata 24, Hafnarfjörður

 
Slys-og-veikindi-barna

Slys og veikindi barna - Kópavogur 27.4.2021 18:00 - 22:00

Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeið Slys og veikindi barna 27. apríl 2021 kl. 18-22.

Staðsetning: Hamraborg 11, 2.hæð

 

Stofnfundur Rauða krossins í Dýra- og Önundarfirði 27.4.2021 18:00 - 20:00

Rauði krossinn í Dýrafirði og Rauði krossinn í Önundarfirði boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar þriðjudaginn 27. apríl kl. 18.00 á efri hæð leiksskólans Grænagarðs á Flateyri

 

Skoða alla viðburði


Bakhjarlar Rauða krossins

 • Vífilfell
 • Eimskip
 • Landrover
 • Íslandsspil
 • Sorpa
 • Íslandsbanki
 • Marel