Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

 • Opið allan sólarhringinn
 • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
 • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
 • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

26. júlí 2021 : Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags

Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.

5. júlí 2021 : Vilt þú verða sendifulltrúi Rauða krossins?

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.

2. júlí 2021 : Reykjavíkurborg tekur við rekstri Vinjar

Lyklaskipti urðu í gær þegar velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri dagsetursins Vin við Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hefur rekið í nær 29 ár.

181-3

1. júlí 2021 : Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Börn og umhverfi í Hafnarfirði 7.8.2021 - 8.8.2021 10:30 - 15:30

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið helgina 7. og 8. águst 2021. 

Staðsetning: Strandgata 24, 2. hæð 220 Hafnarfjörður

 

Börn og umhverfi í Hafnarfirði 14.8.2021 - 15.8.2021 10:30 - 15:30

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið helgina 14. og 15. águst 2021. 

Staðsetning: Strandgata 24,2. hæð  220 Hafnarfjörður

 

Skyndihjálp 4 klukkustundir - Hafnarfirði 16.8.2021 17:00 - 21:00

Rauði krossinn í Hafnarfirði heldur námskeið í almennri skyndihjálp mánudaginn 16. águst 2021 kl. 17-21

Staðsetning: Strandgata 24, 2.hæð

 
leiðsöguvinir

Sjálfboðaliðaþjálfun fyrir verkefni með flóttafólki 18.8.2021 18:00 - 22:00

Fræðsla fyrir sjálfboðaliða sem starfa með einstaklingum með alþjóðlega vernd. // Training course for volunteers working with people who have international protection.

 

Skoða alla viðburði


Bakhjarlar Rauða krossins

 • Vífilfell
 • Eimskip
 • Landrover
 • Íslandsspil
 • Sorpa
 • Íslandsbanki
 • Marel