Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Raudur_kross_3

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
_SOS8734

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

19. júní 2019 : Vinir héldu tombólu fyrir Rauða krossinn

Vinahópurinn Sigrún María Einarsdóttir, Edda María Einarsdóttir, Kristján Bergur S. Stefánsson, Agilé Paulauskaite, Kári Steinn Kristinsson, Katla Sóley Guðmundsdóttir, Styrmir Jón Smári, Þorkell Grímur Jónsson, Eðvald Jón Torfason héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.

IFRC / Maria Santto

14. júní 2019 : „Mestu máli skiptir að stöðva frekari útbreiðslu faraldursins“

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geysar nú í Austur-Afríku með 25 milljónum króna framlagi. Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018.

11. júní 2019 : Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza

Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza

Redcross_folk

11. júní 2019 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð

 

Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Börn og umhverfi Kópavogur, 24.-27. júní 24.6.2019 16:30 - 19:30

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 24., 25., 26. og 27. júní 2019

 

Skyndihjálp 4 tímar Hafnarfirði 26.6.2019 17:00 - 21:00

Rauði krossinn í Hafnarfirði heldur námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 26.júní 2019 kl. 17-21

 

Staðsetning: Strandgata 24, 2.hæð

 

Börn og umhverfi í Hafnarfirði 12.8.2019 - 15.8.2019 17:00 - 20:00

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 12-15. ágúst 2019. 
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur (4) kvöld.

 

First aid - 12 hours in Hafnarfjörður 17.8.2019 - 18.8.2019 10:00 - 16:00

First aid course 12 hours at Red Cross in Hafnarfjörður,  17th and 18th of August 2019. From 10:00 until 16:00, both days.

Location: Strandgata 24, Hafnarfjörður.

 

Skoða alla viðburði