Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Raudur_kross_3

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
_SOS8734

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

Skúrinn á Patreksfirði

16. maí 2019 : Karlar í skúrum Vesturbyggð

Karlar í skúrum Vesturbyggð hefur nú verið starfrækt á Patreksfirði. Þetta er þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir slíku verkefni.

16. maí 2019 : Rauði krossinn auglýsir eftir mannauðsstjóra

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir mannauðsstjóra í fullt starf. Umsóknarfrestur er til 3. júní n.k.

15. maí 2019 : Þjóðarhátíð í Súðavík

Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum.

 

15. maí 2019 : Seldu listaverk til styrktar Rauða krossinum

Listamennirnir Aldís Ögmundsdóttir og Andri Ögmundsson, föndruðu og lituðu listaverk sem þau seldu í hverfinu sínu, Litla-Skerjafirði. Ágóðann, 5404 kr., afhentu þau Rauða krossinum.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Börn og umhverfi - Kópavogi 20.5.2019 - 23.5.2019 16:30 - 19:30

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 20., 21., 22. og 23. maí 2019. Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð.

 
Bqy4qhit_1529335460982

Heimsóknavinanámskeið á Höfuðborgarsvæðinu 21.5.2019 17:30 - 19:30

Heimsóknavinanámskeið haldið hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ 21. maí á Strandgötu 24, kl. 17:30-19.30.

 
_SOS8346-Edit

First aid course 4 hours in Hafnarfjörður 22.5.2019 17:00 - 21:00

First aid course in Red cross Hafnarfjörður - 22 of May 2019 from 17:00 until 21:00.

Address: Strandgata 24, Hafnarfjörður.

 

Skoða alla viðburði