Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

 • Opið allan sólarhringinn
 • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
 • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
 • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

11. október 2021 : Vissir þú að hver Íslendingur losar sig við 20 kg af fötum og skóm að meðaltali á ári?

Það er samtals um7600 tonn á ári.

Fatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19, en mikið hefur safnast í fatagáma okkar þar sem margir hafa nýtt tímann heima til þess að taka til í skápunum. Við erum sannarlega þakklát fyrir allan þann stuðning, því fataverkefni Rauða krossins er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins. 

7. október 2021 : Samfélagsleg trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi

Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og Landgræðsluskólann hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum

1. október 2021 : Grunnhundamat verður 4. og 5. október

Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.

1. október 2021 : Aðstoð eftir afplánun og Frú Ragnheiður fengu styrk frá dómsmálaráðuneytinu

Alþingi ákvað síðasta vetur að veita sérstakt framlag til þess að efla stuðning við aðlögun fanga út í samfélagið að lokinni afplánun í fangelsi.  Rauði krossinn rekur tvö verkefni sem koma beint að stuðningi við þann hóp sem um er rætt.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Ashildur-Belis-RC

Sendifulltrúanámskeið - IMPACT 4.10.2021 - 15.10.2021

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT. Námskeiðið er tvíþætt og fer að þessu sinni fram á netinu.

 

Námskeið í sálrænum stuðningi 19.10.2021 17:30 - 20:30

Þriðjudaginn 19. október stendur Rauði krossinn fyrir námskeiði í sálrænum stuðningi. Námskeiðið fer fram á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9, frá kl. 17:30 til kl. 20:30.

 
75625314_10221390479016523_3411989068676857856_o

Hundavinanámskeið Rauða krossins 19.10.2021 18:00 - 21:00

Bóklegt námskeið (án hunds) verður haldið þriðjudaginn 19.okt. kl 18:00-21:00 og Verklegt námskeið (með hund) verður haldið miðvikudaginn 10.nóv. kl 18:00-21:00

Námskeiðið er opið öllum sem hafa lokið Færniviðmiði

 
leiðsöguvinir

Sjálfboðaliðaþjálfun fyrir verkefni með flóttafólki 20.10.2021 18:00 - 22:00

Fræðsla fyrir sjálfboðaliða sem starfa með einstaklingum með alþjóðlega vernd. // Training course for volunteers working with people who have international protection.

 

Skoða alla viðburði


Bakhjarlar Rauða krossins

 • Vífilfell
 • Eimskip
 • Landrover
 • Íslandsspil
 • Sorpa
 • Íslandsbanki
 • Marel