
Þinn stuðningur skiptir öllu máli
Neyðarsöfnun vegna jarðskjálfta
Mannskæður jarðskjálfti átti sér stað í suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands þann 6. febrúar. Til að bregðast við brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu hefur Rauði krossinn á Íslandi þegar hafið neyðarsöfnun og biðlar til almennings að leggja söfnuninni lið og styðja við lífbjargandi hjálparstarf í Tyrklandi og Sýrlandi.

Framlag þitt skiptir öllu máli
Vertu Mannvinur
Mannvinir styðja við verkefni innanlands og alþjóðleg verkefni til jafns. Verkefni innanlands eru meðal annars skaðaminnkun, neyðarvarnir og Hjálparsíminn 1717 og netspjallið.
Alþjóðleg verkefni sem Mannvinir styrkja eru meðal annars sendifulltrúar, stuðningur við flóttafólk, konur og börn í Sómalíu og Malaví, auk kvenna og barna í neyð á hamfara- og átakasvæðum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir
17. mars 2023
Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.

Framúrskarandi sjálfboðaliðar
Almennar fréttir 15. mars 2023Sjálfboðaliðarnir Monika Emilsdóttir og Ragnar Kjartansson fengu viðurkenninguna Framúrskarandi sjálfboðaliðar á nýliðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu þann 9. mars.

Starf Rauða krossins kynnt fyrir öllum landsfélögum heims
Alþjóðastarf 08. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi kynnti í dag vinnu sína í þágu verndar, jafnréttis og þátttöku án aðgreiningar fyrir landsfélögum Rauða krossins um allan heim.

KPMG afhenti styrk til neyðarsöfnunar
Almennar fréttir 06. mars 2023Fulltrúar KPMG komu í heimsókn og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun þeirra.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburði4-hour first aid course in English - Hafnarfjörður
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Nýliðanámskeið - Stuðningur við flóttafólk og innflytjendur
Námskeið sem undirbýr sjálfboðaliða til þátttöku í verkefnunum Leiðsöguvinir, Íslenskuþjálfun og Félagsmiðstöð flóttafólks
12 klst skyndihjálp - staðnámskeið Efstaleiti
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.
Stofnaðu þína eigin söfnun
Hér geta einstaklingar eða hópar komið saman og safnað fyrir málefnum sem skipta þau máli
Samvinnuvettvangur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Sjálfbærni- samstarf
Sjálfbærnisamstarf Rauða krossins er samvinnuvettvangur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að brúa bilið á milli þriðja geirans, stjórnvalda og fyrirtækja. Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing heims og við viljum nýta þá þekkingu sem hreyfingin býr yfir til þess að tengja fyrirtæki við áhrifarík verkefni
Tölur fyrir árið 2022
Viltu senda inn ábendingu?
Þú getur tilkynnt eða sent inn ábendingu í gegnum ábendingalínuna, vegna misferlis eða atviks sem snertir starfsemi eða mannauð Rauða krossins á Íslandi. Sér í lagi ef atvikið varðar brot á lögum, siðareglum eða öðrum gildandi verklagsreglum. Ábending getur verið nafnlaus eða undir nafni.