
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.
Vefverslun Rauða krossins
Hér er hægt að versla hágæða notuð föt, gjafabréf á námskeið, skyndihjálparvörur og fleira.

Neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu
Gefa til hjálparstarfs
Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.
Með því að styrkja Rauða krossinn getur þú lækkað skattana þína í leiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki.
Algengar spurningar vegna ástandsins í Úkraínu
Hér má finna algengar spurningar vegna ástandsins à ÚkraÃnu og svör við þeim.
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Vertu sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum
Sækja um sjálfboðaliða -starf
Einn af grunnþáttum í starfsemi okkar er fjölbreyttur hópur sjálfboðaliða sem endurspeglar samfélagsgerðina og veitir okkur kraft og bolmagn til að starfa að þeim fjölmörgu verkefnum sem við sinnum. Við leggjum áherslu á samfélagslega þátttöku ólíkra aðila í starfi félagsins og þjálfum og fræðum þannig að sjálfboðaliðar hafi verkfærin til að takast á við verkefnin sín.
Verkefnin okkar

Aðstoð eftir afplánun
Aðstoð eftir afplánun er verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Það er mikilvægt að fá stuðning þegar afplánun lýkur en mörgum getur reynst erfitt að hefja nýtt líf.

Fataverslanir
Með því að gefa textíl til Rauða krossins styður almenningur við mikilvæg mannúðarverkefni, bæði hér heima og erlendis, og stuðlar að umhverfisvernd í formi endurnýtingar.

Flóttafólk og innflytjendur
Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956. Síðan þá hefur félagið gegnt lykilhlutverki í félagslegum stuðningi og hagsmunagæslu flóttafólks.

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið
Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir netspjall og hjálparsímann 1717. Þjónustan er alltaf opin og ókeypis, trúnaði og nafnleynd er heitið.

Neyðarvarnir
Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum.

Sálræn fyrsta hjálp
Sálfélagslegur stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum viðbrögðum við bráðum áfallastreituviðbrögðum.

Skaðaminnkun
Rauði krossinn starfrækir verkefni sem byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða

Vinaverkefni
Vinaverkefnin miða að því að draga úr félagslegri einangrun og auka við félagslega þátttöku fólks. Hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Tölur fyrir árið 2020
Upplýsingar fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir íbúa Úkraínu
Styrktarpakki
Rauði krossinn vill þakka þau góðu viðbrögð sem fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa sýnt vegna neyðarsöfnunar Rauða krossins fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. Við höfum fundið fyrir miklum velvilja meðal fyrirtækja að leggja sitt af mörkum. Hægt er að lækka skatta með því að styrkja Rauða krossinn. Fyrirtæki geta fengið skattafslátt af styrkjum sem nema allt að 1,5% af tekjuskattsstofni.
Viðburðir og námskeið
Sjá alla viðburðiNámskeið fyrir sjálfboðaliða á Akureyri - Sálrænn stuðningur - PFA
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi ...
Bjargvættir - skyndihjálp fyrir ungmenni
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Námskeið fyrir sjálfboðaliða á Akureyri - Sálrænn stuðningur - PFA 19.05
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi ...
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir
12. maí 2022
Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 6.778 krónur.

Söfnuðu dósum til styrktar Neyðarsöfnun Rauða krossins
Almennar fréttir 11. maí 2022Þessar ungu stúlkur söfnuðu dósum til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 22.720 krónur.

Seldu límonaði til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 10. maí 2022Þessar duglegu stúlkur seldu heimagert límónaði til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 5.091 kr.

Söfnuðu fé til styrktar neyðarsöfnuninni
Almennar fréttir 09. maí 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hlíðunum og báðu fólk um að styrkja Úkraínu söfnunina Rauða krossins. Þær söfnuðu alls 27.300 kr.