Rauði krossinn flytur tímabundið - The Red Cross is moving temporarily

Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi verður flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. Vegna flutninganna verður skrifstofan lokuð dagana 2.-4. október. Við opnum á nýjum stað 7. október. -- The main office of the Icelandic Red Cross is moving temporarily from Efstaleiti 9 to Víkurhvarf 1 due to maintenance. Due to the move, the office will be closed between the 2nd and 4th of October. We will reopen in the new location on October 7th.

Framlag þitt skiptir öllu máli

Vertu Mannvinur

Mannvinir styðja við verkefni innanlands og alþjóðleg verkefni til jafns. Verkefni innanlands eru meðal annars skaðaminnkun Frú Ragnheiðar, neyðarvarnir, starf fyrir flóttafólk, Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is

Verkefnin okkar

Sálræn fyrsta hjálp

Sálfélagslegur stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum viðbrögðum við bráðum áfallastreituviðbrögðum.

Neyðarvarnir

Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum.

Fatasöfnun

Fatasöfnun Rauða krossins er bæði frábær endurvinnsla auk þess að fólk leggur félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir þannig neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Fataverslanir

Hér sérðu opnunartíma verslana Rauða krossins um allt land. Með því að gefa textíl til Rauða krossins styður almenningur við mikilvæg mannúðarverkefni og stuðlar að umhverfisvernd í formi endurnýtingar.

Skaðaminnkun

Rauði krossinn starfrækir verkefni sem byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða

Skyndihjálp

Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og starfsmanna fyrirtækja.

Vinaverkefni

Vinaverkefnin miða að því að draga úr félagslegri einangrun og auka við félagslega þátttöku fólks. Hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Aðstoð eftir afplánun

Aðstoð eftir afplánun er verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Það er mikilvægt að fá stuðning þegar afplánun lýkur en mörgum getur reynst erfitt að hefja nýtt líf.

Alþjóðlegt starf

Áhersla er lögð á að bæta til frambúðar heilbrigði, aðgang að hreinu vatni og auka hreinlæti, ásamt því að efla stúlkur til skólagöngu, bæta þekkingu þeirra á réttindum sínum og efla trú þeirra á eigin getu.

Flóttafólk og innflytjendur

Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956. Síðan þá hefur félagið gegnt lykilhlutverki í félagslegum stuðningi og hagsmunagæslu flóttafólks.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Rauði krossinn sinnir félagslegum stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Leitarþjónusta og fjölskyldusameiningar

Félagið er hluti af leitarþjónustu alheimshreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Unnið er í samstarfi með ICRC á átakasvæðum.

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Aðalskrifstofa Rauða krossins flytur

Almennar fréttir

01. október 2024

Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi verður flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. Vegna flutninganna verður skrifstofan lokuð dagana 2.-4. október.

Námskeið og viðburðir

Sjá alla viðburði
15 okt.

4-hour First Aid Course in English - Víkurhvarf Kópavogur

The course is intended for anyone aged 14 or older who wants to learn first aid and CPR and gain the safety, skills and knowledge to provide assistance to bystanders in an emergency by applying simple first aid techniques safely.

Staðsetning Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Tími 17:00 - 21:00
Leiðbeinandi Dagbjört Þórðardóttir
15 okt.

Psychosocial support in projects with refugees and asylum seekers

This course is preparation for volunteers in projects with refugees and is good training in how to give psychosocial support to refugees through projects. The course is taught in English.

Staðsetning Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Tími 18:00 - 21:00
Leiðbeinandi Lilja Guðmundsdóttir
17 okt.

Slys og veikindi barna - Víkurhvarf Kópavogi

Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.

Staðsetning Víkurhvarf 1, 203 Kópavogi
Tími 17:00 - 21:00
Leiðbeinandi Guðjón Einar Guðmundsson

Vinsælar vörur

Kynntu þér vefnámskeið Rauða krossins

Vefnámskeið

Hér má finna öll vefnámskeið Rauða krossins á Íslandi s.s. grunnnámskeið, vefnámskeið í skyndihjálp, auk hundruði annarra námskeiða frá IFRC, öðrum landsfélögum Rauða krossins og samstarfsaðilum (WHO, UNICEF ofl.).

Smelltu hér

Rauði krossinn um land allt

Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.

Styrktu starfið

Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.

Gjafir til góðra verka

Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.

Tölur fyrir árið 2023

Fjöldi útkalla 108
Fjöldi sjálfboðaliða 2.340
Fjöldi einstaklinga sem naut stuðnings eftir alvarleg atvik 1.709
Fjöldi samtala í 1717 23.392
Fjöldi þjálfaður í skyndihjálp 8.848
Fjöldi heimsókna í Frú Ragnheiði 6.780