Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Raudur_kross_3

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
_SOS8734

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

Tombolustelpur-ak

20. janúar 2017 : Tombólustúlkur á Akureyri

Vinkonurnar Helga Dís og Arna Lísbet gengu í hús í hverfinu sínu og söfnuðu dóti á tombólu. Tombóluna héldu þær fyrir utan verslun Samkaupa við Borgarbraut á Akureyri. 

Alls söfnuðu þær 3.386 krónum og færðu Rauða krossinum á Akureyri.

Undirritun

20. janúar 2017 : Nýr samningur velferðarráðuneytis og Rauða krossins á Íslandi um móttöku flóttafólks

Velferðarráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samning til þriggja ára um þjónustu félagsins við flóttafólk og hælisleitendur. 

20. janúar 2017 : Suður-Súdan - land á krossgötum

Fyrirlestur í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, miðvikudaginn 25. janúar kl. 8.30-9.30
10272666_10153417919723345_3126282740781029130_o

17. janúar 2017 : Óskað eftir framboðum í stjórn

Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir framboðum í stjórn deildarinnar. Framboðsfrestur er til 1. febrúar 2017.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Heimsoknavinir_kaffibollar

Heimsóknavinanámskeið - Höfuðborgarsvæðið 23.1.2017 17:30 - 19:30

Rauði krossinn óskar eftir heimsóknavinum. Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir. 

 

Skyndihjálp 4 klukkustundir
Kópavogur
23.1.2017 18:00 - 22:00

Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeið í almennri skyndihjálp mánudaginn 23. janúar kl. 18-22 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

 

Suður - Súdan - land á krossgötum 25.1.2017 8:30 - 9:30 Rauði krossinn

Hjúkrunarfræðingarnir Áslaug Arnoldsdóttir og Helga Pálmadóttir segja frá störfum sínum og aðstæðum í Suður Súdan. Einnig munu Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunafræðingur og Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir taka þátt í pallborðsumræðum eftir erindin.

 
378258_10151347819958345_160687865_n

Hundavinanámskeið Kópavogi 6.2.2017 18:00 - 19:30

Mánudaginn 6. febrúar 2017 nk. verður haldið hundavinanámskeið sem er sérsniðið fyrir verðandi hundvini. Ekki þarf að koma með hundana á námskeiðið.

 

Skoða alla viðburði


Bakhjarlar Rauða krossins