Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Raudur_kross_3

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
_SOS8734

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

IMG_0273

21. júlí 2016 : Seldu loomarmbönd

Erika Ósk og Guðlaug María seldu loomarmbönd fyrir 5.841 kr og færðu Rauða krossinum á Íslandi söluandvirðið.

13692610_828881613909405_7845870916266432253_n

21. júlí 2016 : Tombóla í Borgarnesi

Birta Kristín og Rakel Lea héldu tombólu í anddyrinu á Nettó í Borgarnesi og söfnuðu fyrir Rauða krossinn 14.275 krónum.

13690904_828341910630042_4511087094623606460_o

21. júlí 2016 : Tombóla í Ögurhvarfi

Atli Katrínarson hélt tombólu fyrir framan Bónus í Ögurhvarfi og safnaði 4.330 krónum fyrir Rauða krossinn.

13592601_827263584071208_43425815366191717_n

21. júlí 2016 : Tombóla í Bolungarvík

Sara S Hafþórsdóttir og Agnes Eva Hjartardóttir söfnuðu 7.000 krónum fyrir Rauða krossinn fyrir utan Samkaup í Bolungarvík.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Heimsoknavinir_kaffibollar

Heimsóknavinanámskeið - Höfuðborgarsvæðið 29.8.2016 17:30 - 19:30

Rauði krossinn óskar eftir heimsóknavinum. Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.

 
_SOS9303

Skyndihjálp 12 klukkustundir Reykjavík 5.9.2016 18:00

Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. 

 

Skyndihjálparnámskeið - 4ra stunda Kópavogur 5.9.2016 18:00 - 22:00

Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeið í almennri skyndihjálp mánudaginn 5. september í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

 
378258_10151347819958345_160687865_n

Hundavinanámskeið Kópavogi 12.9.2016 18:00 - 19:30

Mánudaginn 12. september 2016 nk. verður haldið hundavinanámskeið sem er sérsniðið fyrir verðandi hundvini. Ekki þarf að koma með hundana á námskeiðið.

 

Skoða alla viðburði


Bakhjarlar Rauða krossins