Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf
13. september 2024
Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.
Allir sammála um þörfina fyrir skaðaminnkun
Innanlandsstarf 16. ágúst 2024Neyslurýmið Ylja hefur loks opnað að nýju eftir rúmlega árslangt hlé. Þörfin fyrir rýmið hefur komið glögglega í ljós og vonir standa til að hægt verði að efla þjónustuna enn frekar með auknu fjármagni.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiHundavinanámskeið - bóklegur hluti
Á þessu námskeiði fræðast þátttakendur um verkefnið Hundavinir/Heimsóknavinur með hund.
Skyndihjálp 4 klst - Efstaleiti Reykjavík
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Hundavinanámskeið - verklegur hluti
Á þessu námskeiði fræðast þátttakendur um verkefnið Hundavinir/Heimsóknavinur með hund.
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.