
Framlag þitt skiptir öllu máli
Vertu Mannvinur
Mannvinir styðja við verkefni innanlands og alþjóðleg verkefni til jafns. Verkefni innanlands eru meðal annars skaðaminnkun, neyðarvarnir og Hjálparsíminn 1717 og netspjallið.
Alþjóðleg verkefni sem Mannvinir styrkja eru meðal annars sendifulltrúar, stuðningur við flóttafólk, konur og börn í Sómalíu og Malaví, auk kvenna og barna í neyð á hamfara- og átakasvæðum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Innanlandsstarf
27. janúar 2023
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 9. mars.

Upplýsingar um útlendingamál
Almennar fréttir 26. janúar 2023Rauði krossinn á Íslandi hefur tekið saman einfalda og auðskiljanlega punkta um útlendingamál.

Hálf öld frá upphafi neyðarstarfs Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 23. janúar 2023Í dag er hálf öld frá því að eldgos hófst í Vestmannaeyjum árið 1973. Eldgosið markar upphafið að neyðarvarnarstarfi Rauða krossins á Íslandi.

Vinsæl fræðsla um börn á flótta og áhrif áfalla
Almennar fréttir 23. janúar 2023Markmið fræðslunnar var að stuðla að betri skilningi á lífi barna á flótta og kanna hvað kennarar geta gert til þess að styðja við nám og vellíðan þeirra.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiSlys og veikindi barna: 1 árs og eldri - Staðnámskeið
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.
Nýliðanámskeið Vinaverkefna
Fimmtudaginn 2 febrúar verður haldið námskeið fyrir nýliða í vinaverkefnum Rauða krossins. Tími: 18:00-20:00
Sálræn fyrsta hjálp - námskeið fyrir sjálfboðaliða
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi ...
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.
Stofnaðu þína eigin söfnun
Hér geta einstaklingar eða hópar komið saman og safnað fyrir málefnum sem skipta þau máli
Sjálfbærni bæði innanlands og á alþjóðavísu
Sjálfbærni- samstarf
Sjálfbær þróun er lykillinn að betri framtíð fyrir okkur öll. Þátttaka í Sjálfbærnisamstarfi Rauða krossins gerir þér og þínu fyrirtæki kleift að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar, ójöfnuður, fátækt, átök, ofbeldi og óréttlæti eru allt þættir sem krefjast úrræða svo mögulegt sé að taka skilvirk skref í átt að sjálfbærni. Sjálfbærnisamstarf Rauða krossins er liður í þeirri vegferð.
Tölur fyrir árið 2022
Viltu senda inn ábendingu?
Þú getur tilkynnt eða sent inn ábendingu í gegnum ábendingalínuna, vegna misferlis eða atviks sem snertir starfsemi eða mannauð Rauða krossins á Íslandi. Sér í lagi ef atvikið varðar brot á lögum, siðareglum eða öðrum gildandi verklagsreglum. Ábending getur verið nafnlaus eða undir nafni.