Verkefni Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum um land allt og er verkefnavalið metið eftir því hver þörfin er í samfélaginu hverju sinni.

Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

 • Opið allan sólarhringinn
 • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
 • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
 • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Skoða öll verkefniFréttir af starfinu

SOS_7514_1641911872323

11. janúar 2022 : Mikið álag á Rauða krossinn vegna reksturs farsóttarhúsa

Vegna mikils fjölda Covid-19 smita undanfarnar vikur og daga hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins. Í dag rekur Rauði krossinn alls sex farsóttarhús, fimm á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri.

Mikil ásókn hefur verið að hjá smituðum einstaklingum að komast að hjá farsóttarhúsum. Rauði krossinn biðlar til allra sem greinast með Covid-19 og geta verið heima að óska ekki eftir vist á farsóttarhúsi nema af brýnni nauðsyn. Allir sem geta dvalið heima í einangrun ættu að velja þann kost.

MicrosoftTeams-image-3-_1641304552704

4. janúar 2022 : Lífsbjargandi mannúðaraðstoð íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins til þolenda hungurs, ofbeldis og vopnaðra átaka í Afganistan og í Sómalíu

Með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og í Sómalíu.

Tombólubörn á Íslandi studdu jafnaldra sína í Sómalíu sem standa frammi fyrir hungri með framlögum sínum á árinu 2021 sem námu alls tæpum 95 þúsund krónum.

Skyndi11

27. desember 2021 : Hver verður Skyndihjálparmaður ársins 2021?

Rauði krossinn leitar að Skyndihjálparmanni ársins 2021! Sendu okkur tilnefningu hér.

MicrosoftTeams-image-1-_1639999664419

20. desember 2021 : Rauði krossinn styður við flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu

Rauði krossinn hefur ákveðið að styrkja COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styðja flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu hlutverki stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. 

Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt Sómalíska Rauða hálfmánann og önnur landsfélög í baráttunni gegn COVID-19.

Skoða fréttasafn


Viðburðir og námskeið

Inngangur að neyðarvörnum - Opið fjarnámskeið 27.1.2022 18:30 - 21:30

Námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum verður haldið 27. janúar í gegnum fjarfund.

Námskeiðið er opið öllum sjálfboðaliðum Rauða krossins.

 

Inngangur að neyðarvörnum - Opið fjarnámskeið 31.3.2022 18:30 - 21:30

Námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum verður haldið 31. mars í gegnum fjarfund.

Námskeiðið er opið öllum sjálfboðaliðum Rauða krossins. 

 

Skoða alla viðburði


Bakhjarlar Rauða krossins

 • Vífilfell
 • Eimskip
 • Landrover
 • Íslandsspil
 • Sorpa
 • Íslandsbanki
 • Marel