Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja efla félagslega þátttöku einstaklinga (18 ára og eldri) og hópa.
Félagslegu verkefnin okkar miða að því að styrkja og efla félagslega þátttökueinstaklinga og hópa. Unnið er út frá þörfum notenda hverju sinni og reynt að mæta óskum eins og kostur er. Því eru útfærslur fjölbreyttar og er þátttaka t.d. í formi heimsókna, göngu- eða ökuferða og símtala.
Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Félagslegu verkefni Rauða krossins miða að því að styrkja og efla félagslega þátttöku. Unnið er út frá þörfum notenda hverju sinni og reynt að mæta óskum eins og kostur er. Því eru útfærslur fjölbreyttar og er þátttaka t.d. í formi heimsókna, göngu- eða ökuferða og símtala.
Sjálfboðaliðar í félagslegu verkefnum Rauða krossins sinna fjölbreyttum störfum. Sum hittast á heimili gestgjafa, á kaffihúsi og önnur fara saman í gönguferðir. Allt eftir því hvað hentar hverju og einu.
Hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sækja sjálfboðaliðar undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundin trúnaði við þau sem heimsótt eru.
Nánari upplýsingar í síma 5704000 eða hjá vinaverkefni@redcross.is
Sækja um að tengjast sjálfboðaliða
Viltu tengjast sjálfboðaliða úr félagslegu verkefnum Rauða krossins?
Hver eru verkefnin?
Heimsóknavinir hitta einstaklinga á heimilum þeirra, hvort sem það er í eigin búsetu, á hjúkrunarheimilum eða annað. Staðsetning og tímasetning er samkomulagsatriði milli sjálfboðaliða og gestgjafa en miðað er við fjórar heimsóknir á mánuði, klukkustund í senn. Misjafnt er hvað felst í heimsóknum en það getur t.d. verið spjall við eldhúsborðið, að spila, kíkja á rúntinn eða fara á kaffihús, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðar sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þau sem heimsótt eru.
Nánari upplýsingar í síma 5704000 eða hjá vinaverkefni@redcross.is
Símavinir hringja í einstaklinga og spjalla í síma. Tímasetning er samkomulagsatriði milli sjálfboðaliða og gestgjafa en miðað er við tvö símtöl í viku, í allt að hálftíma í senn. Hlutverk símavina er fyrst og fremst að vera til staðar, vera áreiðanlegir og beita virkri hlustun.
Sjálfboðaliðar sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þau sem hringt er í.
Nánari upplýsingar í síma 5704000 eða hjá vinaverkefni@redcross.is
Gönguvinir hitta einstaklinga og fara með þeim í göngutúr. Staðsetning og tímasetning er samkomulagsatriði milli sjálfboðaliða og gestgjafa en miðað er við fjórar göngur á mánuði, klukkustund í senn. Erfiðleikastig og göngulengd fara eftir þörfum hvers og eins. Hreyfing getur bætt bæði andlega og líkamlega heilsu og er hlutverk gönguvina fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju á meðan gengið er. Sjálfboðaliðar sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þau sem heimsótt eru.
Nánari upplýsingar í síma 5704000 eða hjá vinaverkefni@redcross.is
Heimsóknavinir fara ásamt eigin hundi og hitta einstaklinga eða hópa á heimilum þeirra, hvort sem það er í eigin búsetu, á hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem óskað er eftir hundaheimsókn. Misjafnt er hvað felst í heimsóknum en það getur t.d. verið einkaheimsókn, göngutúr, rölt á milli íbúða á stærri heimilum eða að heilsa upp á hóp í sameiginlegu rými. Miðað er við fjórar heimsóknir á mánuði í allt að klukkustund í senn, en tímalengd fer eftir þoli hvers hunds fyrir sig. Staðsetning og tímasetning er samkomulagsatriði milli sjálfboðaliða og gestgjafa. Hlutverk heimsóknavina með hund er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Hundar þurfa að vera orðnir 2 ára gamlir og þurfa að standast bæði grunnhundamat og hundavinanámskeið til að vera gjaldgengir í verkefnið.
Nánari upplýsingar í síma 5704000 eða hjá vinaverkefni@redcross.is
Tónlistarvinir hitta einstaklinga á heimilum þeirra, hvort sem það er í eigin búsetu, á hjúkrunarheimilum eða annað en þátttakendur í verkefninu eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með að komast á tónleikastaði. Staðsetning og tímasetning er samkomulagsatriði milli sjálfboðaliða og gestgjafa en miðað er við tvær til fjórar heimsóknir á mánuði, klukkustund í senn. Rannsóknir hafa sýnt að tónlist getur dregið úr einmanaleika og auðveldað einstaklingum að finna fyrir skilningi og tilfinningalegum stuðningi. Hlutverk sjálfboðaliða er að spila á hljóðfæri og/eða syngja fyrir eða með gestgjafa ásamt því að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðar sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þau sem heimsótt eru.
Nánari upplýsingar í síma 5704000 eða hjá vinaverkefni@redcross.is
Algengar spurningar og svör
Best er að hringja í aðalsímanúmer Rauða krossins 570-4000 eða senda tölvupóst á vinaverkefni@redcross.is
Þau sem eiga hund sem er orðinn tveggja ára. Hundurinn þarf að koma í grunnhundamat og ef hann stenst það þá þarf að fara á hundavinanámskeið í framhaldinu. Einnig þarf að taka grunnnámskeið Rauða krossins.
Gert er ráð fyrir því að símavinur hringi tvisvar í viku og að hvert símtal vari í u.þ.b. 30 mín. Æskilegt er að símtalið fari fram á svipuðum tíma dags á þeim dögum sem hentar báðum aðilum.
Já, hægt er að taka þátt í fleiru en einu verkefni.
Sjálfboðaliðar í félagslegu verkefnunum er fjölbreyttur hópur með alls konar reynslu. Verkefnin eru fyrir fólk af öllum kynjum, 18 ára og eldri. Sjálfboðaliðar eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að hafa áhuga á mannlegum samskiptum, vilja láta gott af sér leiða í samfélaginu og bera virðingu fyrir öðrum.
Gert er ráð fyrir því að gönguvinir hittist einu sinni í viku í u.þ.b. klukkustund í senn. Þátttakendur þurfa ekki að vera í góðu formi heldur einungis hafa viljann til þess að fara út að ganga og er gangan á þeirra forsendum. Hversu langt eða hratt er gengið fer algjörlega eftir þátttakanda. Geta það verið stuttar göngur með stoppi á bekk, lítill hringur um hverfið eða þá lengri göngur með engum stoppum.
Skáning fer fram hér.
Best er að senda inn umsókn um rafrænt á heimasíðu Rauða krossins og velja tiltekið verkefni sem þú óskar eftir. Sendu inn umsókn hér.