Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja gerast vinir einstaklinga (18 ára og eldri).
Félagsleg þátttaka og vinaverkefnin
Viltu efla félagslegt tengslanet þitt?
Félagslegu verkefnin okkar miða að því að styrkja og efla félagslega þátttöku þeirra sem taka þátt. Unnið er út frá þörfum notenda hverju sinni og útfærslur verkefnis eru fjölbreyttar. Þátttakan getur verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis, en reynt er að mæta óskum notenda eins og kostur er.

Vinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í síma 7926869 and 775-7758 eða á netfangið vinaverkefni@redcross.is
Sækja um að vera tengd/ur við sjálfboðaliða
Viltu vera tengdur við sjálfboðaliða úr vinaverkefnum Rauða krossins? Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði er hægt að leggja inn umsókn undir Sjálfboðastörf.
Hver eru verkefnin?
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á: vinaverkefni@redcross.is eða hringja í síma 570-4226 eða 570-4222
Um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á sama tíma dags, á tíma sem báðum aðilum hentar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.
Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins. Þar sem að sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á: vinaverkefni@redcross.is eða hringja í síma 570-4226 eða 570-4222
Verkefnið Gönguvinur snýst um það að sjálfboðaliði Rauða Krossins heimsækir notanda einu sinni í viku og farið er saman í göngutúr. Mikilvægi hreyfingar er flestum kunnug. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa lífstílssjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Þegar skoðaðir eru þættir sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að félagsleg tengsl skipta gífurlegu máli. Því hefur Rauði krossinn hafið nýtt verkefni þar sem þessir þættir koma saman.
Gönguvinir Rauða krossins er tilvalið fyrir þau sem vilja bæði njóta útiveru og góðrar samveru.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á: vinaverkefni@redcross.is eða hringja í síma 570-4226 eða 570-4222
Verkefnið Heimsóknarvinur með hund snýst um það að sjálfboðaliði Rauða Krossins heimsækir notanda með hund með sér einu sinni í viku. Annaðhvort er um heimsókn að ræða eða göngutúr, allt eftir því samkomulagi sem sjálfboðaliði og notandi gera sín á milli. Markmið hundavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Hundar þurfa að vera orðnir 2 ára gamlir og þurfa að standast bæði grunnhundamat og hundavinanámskeið til þess að vera gjaldgengir í verkefnið.
Reynt er að mæta þörfum og óskum notenda eins vel og hægt er, í samráði við sjálfboðaliða verkefnisins.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á: vinaverkefni@redcross.is eða hringja í síma 570-4226 eða 570-4222

Algengar spurningar og svör
1.Best er að hringja annað hvort í síma 570-4226, 570-4222, 775-7758 eða 792-6869, eða senda tölvupóst á vinaverkefni@redcross.is
Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja grunnhundamat og í framhaldi fara á hundavinanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum með a.m.k. 2 vikna millibili. Auk þess þurfa þeir að taka grunnnámskeið Rauða krossins.
Það er gengið út frá því að símavinur hringir 2svar í viku í ca. 30 min. en reynt er að mæta þörfum og óskum notenda eins vel og hægt er, í samráði við sjálfboðaliða verkefnisins.
Já, hægt er að taka þátt í fleiru en einu verkefni samhliða.
Sjálfboðaliðar í vinaverkefnunum er fjölbreyttur hópur með ýmiskonar reynslu. Þeir eru af öllum kynjum en þurfa að vera orðnir 18 ára og eldri. Þeir eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að hafa áhuga á mannlegum samskiptum, vilja láta gott af sér leiða í samfélaginu og bera virðingu fyrir öðrum.
Það er gengið út frá því að gönguvinir komi 1 x í viku og er samvera í um klst í senn. En eins og með öll verkefnin okkar reynt er að mæta þörfum og óskum notenda eins vel og hægt er, í samráði við sjálfboðaliða verkefnisins. Svo þetta geta verið stuttar göngur með góðu stoppi á bekk, rétt hringur um hverfið eða þá lengri með engum stoppum.
Skáning fer fram hér.
Best er að senda inn umsókn um rafrænt á heimasíðu Rauða krossins og velja tiltekið verkefni sem þú óskar eftir. Sendu inn umsókn hér.
Árið 2022
