Félagsleg þátttaka

Viltu efla félagslegt tengslanet þitt?

Félagslegu verkefnin okkar miða að því að styrkja og efla félagslega þátttöku þeirra sem taka þátt. Unnið er út frá þörfum notenda hverju sinni og útfærslur verkefnis eru fjölbreyttar. Þátttakan getur verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis, en reynt er að mæta óskum notenda eins og kostur er. 

Vinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.

Algengar spurningar og svör

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis.  Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna  eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.

Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.

Um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á sama tíma dags, á tíma sem báðum aðilum hentar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.

Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins. Þar sem að sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.

Mikilvægi hreyfingar er flestum kunnug. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa lífstílssjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Annað mikilvægt atriði þegar kemur að heilsu eru félagsleg tengsl.

Þegar skoðaðir eru þættir sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að félagsleg tengsl skipta gífurlegu máli. Því hefur Rauði krossinn í Kópavogi hafið nýtt verkefni þar sem þessir þættir koma saman.

Gönguvinir Rauða krossins er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta útiveru og góðrar samveru. Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun.

Ávinningur þess að taka þátt er:

 • Útivera
 • Fá frískt loft
 • Hreyfing
 • Góður félagsskapur

Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundavinir heimsækja nánast öll dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu reglulega og einnig mörg dvalarheimili á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda, en eins og rannsóknir sýna geta hundar náð afar vel til fólks og stundum betur en fólk.

Í upphafi hundaheimsókna heimsóttu heimsóknavinir með hund eingöngu dvalarheimili og stofnanir en heimsóknir á einkaheimili hafa aukist töluvert.  Fólk á öllum aldri nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.

Er hundurinn þinn efni í heimsóknavin?

 1. Er hundurinn þinn á aldrinum 2ja til 10 ára? 
 2. Heilsar hundurinn þinn ókunnugri manneskju á stilltan máta?
 3. Bregst hundurinn þinn vel við snertingu, t.d. þegar einn eða fleiri klappa hundinum?
 4. Ræður hundurinn þinn við að vera haldið kyrrum, dreginn að manneskju eða fá faðmlag?
 5. Er hundurinn þinn félagslyndur og vinsamlegur – sérstaklega innan um ókunnuga?
 6. Svarar hundurinn þinn ekki ögrun, hvorki gagnvart hundi né eiganda?
 7. Þolir hundurinn þinn að vera handfjatlaður, skoðun á eyrum og tönnum, að loppum sé lyft og að vera færður til?
 8. Bregst hundurinn þinn við óvæntum truflunum/hlutum/atvikum með yfirveguðum hætti? 
 9. Gengurinn hundurinn þinn í taumi, stillilega, bæði í rólegu og virku umhverfi?
 10. Hundurinn sýnir ekki vöktunarhneigð
 11. Tekur hundurinn þinn kurteislega við nammi, eða getur hlýtt skipun um að taka ekki nammi?
 12. Hefur hundurinn þinn yfirvegað atferli og lætur vel að stjórn í léttum leik?
 13. Hefur hundurinn þinn hæfni til að sitja kyrr þótt þú farir frá?
 14. Er hundurinn þinn félagslyndur og vinsamlegur í nánum samskiptum sem og í hópi?
 15. Er hundurinn þinn rólegur innan um börn?

Til að undirbúa þig og hundinn eins vel og mögulegt er þá þurfið þið fyrst að fara í grunnhundamat. Matið er gert af reyndum sjálfboðaliðum í verkefninu sem metur hvort þú og hundurinn séuð fær um að taka þátt í heimsóknarvinaverkefninu með hund. 

Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum með a.m.k. 2 vikna millibili.  Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.

Hundavinir

Viltu verða sjálfboðaliði í verkefninu?

Við leitum að sjálfboðaliðum 18 ára og eldri sem eru tilbúin til að veita nærveru og hlýju með áherslu á að efla félagslega þátttöku.

Viltu taka þátt?

Viltu taka þátt og tengjast sjálfboðaliða Rauða krossins?

/unsplash