Stjórn
Silja Bára R. Ómarsdóttir
Formaður
Silja Bára er alþjóðastjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og hefur verið í stjórnum Feministafélags Íslands, Kvenréttindafélags Íslands og landsnefndar UNIFEM (nú UN Women) á Íslandi auk þess sem hún er tilnefnd af utanríkisráðuneytinu í Nordic Women's Mediator Network. Silja Bára er félagi í Rauða krossinum í Reykjavík. Hún var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi 2018 og formaður 2022.
Sigríður Stefánsdóttir
Varaformaður
Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá HÍ og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við MA auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017 og bar ábyrgð á alþjóðlegu starfi fyrir hönd bæjarins. Hún var bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður 1984-1998, forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hefur hún setið í hinum ýmsu nefndum, ráðum og stjórnum og verið virk í félagsstörfum. Sigríður hefur verið sjálfboðaliði í Eyjafjarðardeild frá 2017 og í stjórn deildarinnar frá 2021 þar sem hún er m.a. fulltrúi deildarstjórnar í stjórn Velferðarsjóðs sem annast aðstoð við bágstatt fólk. Hún var kjörin varaformaður á aðalfundi 2022.
Arnbjörg Sveinsdóttir
Stjórnarmaður
Arnbjörg er eigandi og rekstraraðili gistiheimilis á Seyðisfirði. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands en einnig með MBA gráðu frá sama skóla frá árinu 2012. Hún sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar á árunum 1986-1998 og var forseti hennar 1994-1996. Þá var hún alþingismaður fyrir Norðausturkjördæmi 2004-2009 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formaður þingflokks á árunum 2005-2009. Arnbjörg hefur verið félagi í Rauða krossinum um langa hríð og verið virk í félagsstörfum í sínu bæjarfélagi, t.a.m. var hún Soroptimistasystir í um áratug. Hún var kjörin í stjórn á aðalfundi 2024.
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir
Stjórnarmaður
Auðbjörg er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og sjúkraflutningamaður EMT-A, hefur lokið diplóma í mannauðsstjórnun og stundar meistaranám í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Auðbjörg Brynja hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir síðan 2007 og sem hjúkrunarstjóri við heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri. Frá 2015 hefur hún einnig starfað sem ljósmóðir í mæðravernd á Höfn í Hornafirði. Auðbjörg hefur verið í stjórn Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri frá 2010 og hefur verið formaður árin 2017-2022. Hún er afar virk í nefndar- og stjórnarstörfum sinni heimabyggð, t.a.m. sem stjórnarmaður í Velunnarasjóði og í Rekstrarnefnd Klausturhóla, Kvenfélaginu Hvöt auk þess sem hún situr í félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Árið 2019 var Auðbjörg Brynja sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð.
Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir
Stjórnarmaður
Ingibjörg er með B.A. próf í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Leiden í Hollandi og lauk meistaragráðu í Evrópu- og Alþjóðafræðum frá Centre International de Formation Européenne í Frakklandi árið 2019. Hefur hún síðan þá starfað m.a. sem fjáröflunarfulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og nú sem verkefnastjóri markaðsmála hjá Verna tryggingatæknifélagi. Kynni hennar af Rauða krossinum á Íslandi hófust árið 2019 þegar hún, ásamt hópi sjálfboðaliða, skipulögðu og innleiddu virkniverkefni fyrir ungt flóttafólk og innflytjendur, sem nefnist „Youth Club“, og hefur síðan þá tekið þátt í sjálfboðaliðaverkefnum á vegum félagsins er tengjast flóttafólki auk þess að sitja hin ýmsu námskeið á vegum félagsins. Hún var kjörin í stjórn á aðalfundi 2024.
Ívar Kristinsson
Stjórnarmaður
Ívar er með BA-próf í mannfræði og MA-próf í alþjóðasamskiptum auk þess sem hann hefur lagt stund á hugbúnaðarverkfræði. Hann starfar hjá Fjársýslu ríkisins. Ívar hefur starfað lengi sem sjálfboðaliði og sat í stjórn Rauða krossins í Kópavogi. Hann var kjörinn varamaður í stjórn Rauða krossins á aðalfundi árið 2014 og í aðalstjórn árið 2018.
Jón Ásgeirsson
Stjórnarmaður
Jón býr í Kópavogi. Hann er með BSc-hon gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Stuttgart. Hann starfar sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og Auðlindagarðs hjá HS Orku á Íslandi. Hefur hann víðtæka og alþjóðlega stjórnunarreynslu og hefur sótt námskeið og fræðslu í stjórnarsetu sem og leiðtoga- og þjálfaranám. Hefur hann síðastliðin ár verið formaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vera sjálfboðaliði í verkefnum tengd flóttafólki og hjá Hjálparsímanum 1717. Hann var kjörinn í stjórn á aðalfundi 2024.
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Stjórnarmaður
Magnea býr í Reykjavík. Hún hefur lokið B.A. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og er í meistaranámi í lögfræði um þessar mundir, við sama skóla. Árið 2017 lauk hún IB diplómu í United World College Red Cross Nordic, og hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum fyrir sömu samtök í gegnum árin. Hefur hún verið virk í félagsstarfi í mennta- og háskóla auk þess að vera núverandi formaður Ung Framsókn í Reykjavík. Í dag situr hún sem borgarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn og sinnir þar embætti fyrsta varaforseta, varaformanns velferðarráðs og formanns fjölmenningarráðs. Hún var kjörin í stjórn á aðalfundi 2024.
Óttarr Ólafur Proppé
Óttar býr í Reykjavík. Í gegnum tíðina hefur Óttarr starfað við bókaútgáfu og sölu, sem tónlistarmaður, við þátta- og kvikmyndagerð, setið sem borgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn á árunum 2010-2013 og sem alþingismaður fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013-2017. Árið 2017 var gegndi hann embætti heilbrigðisráðherra. Hefur Óttarr alltaf verið afar virkur í félagsstarfi og setið í hinum ýmsu ráðum, nefndum og stjórnum í tengslum við sín störf, bæði innan stjórnmálanna sem og utan. Nú starfar Óttar sem sérfræðingur í Mennta- og barnamálaráðuneytinu auk þess að leiða samráðs- og viðbragðsteymi íslenskra stjórnvalda um börn á flótta. Hann var kjörinn í stjórn á aðalfundi 2024.
Símon Friðrik Símonarson
Stjórnarmaður
Símon er með stúdentspróf og hefur lokið ýmsum námskeiðum á vegum Rauða krossins, Kennaraháskóla Íslands og Vesturbyggðar. Hann hefur unnið við bókhald og innheimtu, var framkvæmdastjóri sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á Patreksfirði, verslunarrekandi, kennari, stuðningsfulltrúi og húsvörður. Símon hefur sinnt ýmsum félagsstörfum og var formaður Rauða krossins í V-Barðastrandasýslu í 3 ár. Símon var kjörinn í stjórn Rauða krossins á aðalfundi 2022.
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir
Stjórnarmaður
Valgerður hefur stundað nám í í hjúkrunarfræði og þjóðfræði og stefnir að því að ljúka BA námi í þjóðfræði 2022. Hún hefur starfað sem stuðningsfulltrúi í Flensborgarskóla með námi. Valgerður var virk í ungmennastarfi Rauða krossins frá árinu 2009. Valgerður var kjörin í stjórn Rauða krossins á aðalfundi 2022.
Unnsteinn Ingason
Varamaður
Unnsteinn býr í Þingeyjarsveit og rekur þar ferðaþjónustu. Hann er með BS-próf í gæðastjórnun og diplómu í opinberri stjórnsýslu sem og diplómu í hugrænni atferlismeðferð. Unnsteinn var í stjórn Þingeyjarsýsludeildar Rauða krossins 2007-2015 og formaður árin 2019-2020. Frá 2007 hefur hann verið þátttakandi í skyndihjálparhópi Rauða krossins á Norðurlandi og í viðbragðshópi í sálrænni skyndihjálp á sama svæði. Frá 2011 hefur hann verið fulltrúi Þingeyjarsýsludeildar í samráðshópi um áfallahjálp í Þingeyjarsýslu og frá 2019 hefur hann verið fulltrúi Rauða krossins í aðgerðastjórn almannavarna. Unnsteinn hefur verið virkur þátttakandi í félagsmálum í heimahéraði og hefur sótt fjölda námskeiða er tengjast ferðaþjónustu, viðskiptum og markaðssetningu og einnig fjölmörg námskeið er tengjast starfsemi Rauða krossins s.s. um skyndihjálp, stjórnun aðgerða, skyndihjálparkennslu og sálræna skyndihjálp. Unnsteinn var kjörinn varamaður í stjórn á aðalfundi 2022.
Árni Jóhannsson
Varamaður
Árni býr í Vík í Mýrdal. Stundaði hann nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands ásamt því að sitja fjölda námskeiða og hljóta vottanir tengd rekstri tölvukerfa. Í dag starfar hann sem sérfræðingur í hýsingu og rekstri hjá OK (Opnum kerfum), en var þar á undan kerfisfræðingur hjá Ríkisútvarpinu um langt skeið. Árni er virkur í félagsstarfi í sinni heimabyggð. Til að mynda er hann meðlimur í Lions klúbbnum Suðra, situr í stjórn Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu frá árinu, auk þess að vera slökkviliðsmaður í Slökkviliði Mýrdalshrepps. Árni hefur verið virkur í starfi Rauða krossins lengi. Var hann stjórnarmaður í Rauða krossinum í Vík frá árinu 2017 og formaður deildarinnar frá árinu 2019. Á árunum 2020-2021 sat hann í starfshóp um fjáröflun, tekjuskiptingu og rekstur Rauða krossins, situr í undirbúningsnefnd verkefnasjóðs ásamt því að sitja í almannavarnanefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu fyrir hönd Víkurdeildar og í samráðshóp um áfallahjálp á Suðurlandi. Árni var kjörinn varamaður í stjórn á aðalfundi 2024.
Nefndir
Kjörnefnd
Aðalfundur Rauða krossins kýs fjögurra manna kjörnefnd skv. 8. gr. laga Rauða krossins.
Kjörnefnd
-
Guðrún Vala Elísdóttir Vesturlandsdeild
-
Guðný H. Björnsdóttir Höfuðborgardeild
-
Hrund Snorradóttir Höfuðborgardeild
-
Kristján Sturluson Höfuðborgardeild
Varamenn í kjörnefnd
-
Brynjar Þór Vigfússon Þingeyjarsýsludeild
-
Guðrún Erla Sumarrós Víðisdóttir Hornafjarðardeild
Siðanefnd
Aðalfundur Rauða krossins kýs þriggja manna siðanefnd til tveggja ára skv. 8. gr. laga Rauða krossins.
Siðanefnd
-
Elín Ósk Helgadóttir Höfuðborgardeild
-
Ragnar Þorvarðarson Höfuðborgardeild
-
Sigurður Kristinsson Eyjafjarðardeild
Undirbúningsnefnd verkefnasjóðs
Stjórn Rauða krossins á Íslandi skipar fulltrúa í nefnd verkefnasjóðs og setur nánari reglur um hlutverk hans og úthlutun úr honum skv. 15. gr. laga Rauða krossins.
-
Stefán Yngvason, formaður Höfuðborgarsvæðisdeild
-
Hlíf Hrólfsdóttir Strandasýsludeild
-
Árni Jóhannsson Víkurdeild
-
Halldór Valdimarsson Þingeyjarsýsludeild
-
Guðný H. Björnsdóttir Höfuðborgarsvæðisdeild