Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er útbreiddasta og fjölmennasta mannúðarhreyfing heims með starfsemi í flestum ríkjum. Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda líf og heilsu berskjaldaðra hópa og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hreyfingin byggist á sjálfboðnu starfi. 

Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans veita aðstoð og dreifa hjálpargögnum í hverju landi fyrir sig. Þannig tryggir Rauðakrosshreyfingin að hjálpin komist beint til skila til þeirra hópa sem mest þurfa á aðstoð að halda. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru 190 en einungis eitt Rauða kross félag má starfa í hverju landi. Saman mynda Alþjóðaráð Rauða krossins, Alþjóðasambandið og landsfélögin, alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. 

_SOS8865

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) var stofnað 20. október 1863 og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans var stofnað árið 1919. Stofnandi Rauða krossins var Svisslendingurinn Henry Dunant. 

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda fórnarlamba hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim.  Á Íslandi miðast starf Rauða krossins að því að bæta og efla íslenskt samfélag og bregðast við á neyðarstundu. Rauði krossinn er hluti af almannavörnum ríkisins og hefur þannig viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði í samstarfi við önnur hjálparsamtök og stofnanir ríkisins sem eru einnig hluti af almannavörnum. Rauði krossinn á Íslandi er samansettur af 40 deildum sem staðsettar eru hringinn í kringum landið ásamt landsskrifstofu sem hefur aðsetur í Reykjavík. 

Í heildina eru verkefni Rauða krossins um 40 talsins, allt frá fataúthlutun til nauðstaddra á Íslandi til vatnsverkefnis í Malaví. Almenningur á Íslandi sem og fyrirtæki og sjóðir geta staðið myndarlega að baki hjálparstarfs Rauða krossins með mánaðarlegu framlagi eða eingreiðslu. Sjálfboðin vinna er þó ávallt sterkasta framlag einstaklinga.  

Nánar er hægt að lesa um verkefni Rauða krossins hér.

Upphaf neyðarvarna hjá Rauða krossinum á Íslandi má rekja til Vestmannaeyjagos árið 1973. Á Youtube  síðu Rauða krossins er hægt að nálgast fræðslumyndbönd frá starfi Rauða krossins og þar á meðal starfinu meðan gosið varði. 

Verkefnayfirlit-RKI

Kynningarmyndband um Rauða krossinn
https://www.youtube.com/watch?v=ZtDgtt40XuM

Kynningarmyndband fyrir sjálfboðaliða

https://www.youtube.com/watch?v=j7EtGwysFSw


Vertu næs - myndband um fjölmenningu
https://www.youtube.com/watch?v=ZdRkX0NjyXY