Aðstoð
Við veitum margvíslega aðstoð og þjónustu
Rauði krossinn um allt land býður upp á ýmsa þjónustu og aðstoð við fólk og samfélög og hefur gert það í 100 ár. Þökk sé áreiðanlegum og traustum sjálfboðaliðum getum við veitt aðstoð til þeirra sem mest þurfa á henni að halda og þar sem hennar er mest þörf. Ef þú eða einhver sem þú þekkir þarf á stuðningi að halda, gætum við orðið að liði.
Hafðu samband við Rauða krossinn í þínu nærsamfélagi til að fá frekari upplýsingar um verkefni og aðstoð í boði.
Skaðaminnkun
Rauði krossinn starfrækir verkefni sem byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða
Umsækjendur um alþjóðlega vernd
Rauði krossinn heldur úti félagsstarfi og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Flóttafólk og innflytjendur
Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956. Síðan þá hefur félagið gegnt lykilhlutverki í vali, aðlögun og hagsmunagæslu flóttafólks ásamt aðstoð og þjónustu við fólk í leit að alþjóðlegri vernd.
Aðstoð eftir afplánun
Aðstoð eftir afplánun er verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Það er mikilvægt að fá stuðning þegar afplánun lýkur en mörgum getur reynst erfitt að hefja nýtt líf.
Hjálparsíminn 1717 og netspjallið
Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.
Vinaverkefni
Vinaverkefnin miða að því að draga úr félagslegri einangrun og auka við félagslega þátttöku fólks. Hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Sálræn fyrsta hjálp
Sálfélagslegur stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum aðferðum til að bregðast við bráðum áfallastreituviðbrögðum.
Leitarþjónusta og fjölskyldusameiningar
Rauði krossinn á Íslandi er hluti af leitarþjónustu alheimshreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Ef leita þarf á átakasvæðum er unnið í samvinnu við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC).