Alþjóðastarf
Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins drepnir á Gaza
25. maí 2025
„Dauði Ibrahims og Ahmad, félaga okkar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, er hryggileg áminning um hversu grafalvarleg staða almennra borgara er,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Á Gaza er enginn staður öruggur.“

„Við erum miður okkar vegna dauða tveggja kærra kollega, Ibrahim Eid og Ahmad Abu Hilal, sem drepnir voru í árás á heimili þeirra í Khan Younis 24. maí,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Báðir voru þeir starfsmenn Alþjóðaráðsins á Gaza.
Ibrahim fór fyrir teymi Alþjóðaráðsins er fæst við að lágmarka skaða af jarðsprengjum og öðrum virkum vopnum sem skilin eru eftir á átakasvæðum. Ahmad var öryggisvörður á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Rauði krossinn á Íslandi er í hópi þrettán landsfélaga sem koma að rekstri sjúkrahússins og hafa fjórir íslenskir sendifulltrúar sinnt þar störfum.
Rauði krossinn á Íslandi vottar fjölskyldum þeirra, vinum og samstarfsfólki sína dýpstu samúð. Missir þeirra skilur eftir sig djúpt sár í hjörtum okkar.
Enginn er öruggur
Dráp á almennum borgurum og mannúðarstarfsfólki á Gaza eru með öllu óásættanleg. Alþjóðaráð Rauða krossins ítrekar brýnt ákall sitt um vopnahlé og að alþjóðleg mannúðarlög, sem kveða á um vernd almennra borgara, heilbrigðis- og hjálparstarfsfólks, séu virt.
„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af ástandinu á Gaza,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Dauði Ibrahims og Ahmad, félaga okkar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, er hryggileg áminning um hversu grafalvarleg staða almennra borgara er. Á Gaza er enginn staður öruggur.“

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.