Almennar fréttir

Kaffihús í heimahúsi til styrktar Rauða krossinum

27. október 2022

Þessar stelpur opnuðu kaffihús í heimahúsi og seldu veitingar til styrktar Rauða krossinum.

Þessar ungu stúlkur, þær Minerva Marteinsdóttir og Röskva María Daníelsdóttir, opnuðu kaffihús í heimahúsi þar sem buðu upp á kaffi, eggjabrauð og fleira.

Þær söfnuðu 10.000 krónum fyrir Rauða krossinn í Hveragerði.

Stelpurnar stefna að því að gera þetta áfram einu sinni í mánuði til styrktar Rauða krossinum.

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar.