Grunnhundamat

Námskeið

12 mar.
Staðsetning Strandgata 24, 220 Hafnarfjörður
Tími 18:00 - 21:00
Leiðbeinandi Þórdís Björg Björgvinsdóttir

Grunnhundamat fyrir sjálfboðaliða hundavina verður haldið þriðjudaginn 12. mars frá kl. 18:00-21:00 í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgötu 24, 2. hæð.

Skráning
course-image
Til að undirbúa þig og hundinn þinn eins vel og mögulegt er fyrir sjálfboðaliðastarf hundavina, þá þurfið þið fyrst að fara í grunnhundamat. Matið er gert af reyndum sjálfboðaliða í verkefninu sem metur hvort þú og hundurinn þinn séuð fær um að taka þátt í heimsóknarvinaverkefninu með hund. Vert er að taka fram að þetta verkefni hentar ekki öllum hundum og möguleiki er á því að hundurinn standist ekki matið eða þá að þú fáir endurgjöf þar sem þú og hundurinn gætu þurft að vinna í ákveðnum þáttum áður en hundanámskeiðið hefst. Allt er þetta gert með hagsmuni gestgjafa og sjálfboðaliða að leiðarljósi.

Hundar þurfa að vera orðnir 2 ára gamlir!  Gert er ráð fyrir 15 mín fyrir hvert mat.
 
Eftirfarandi tímar eru í boði, báða dagana: 18:00 -18:15 -18:30 - 18:45 - 19:00 - 19:15 - 19:30 - 19:45 - 20:00 - 20:15 - 20:30 -20:45 
Ef þú ert með tiltekið tímaslot í huga, endilega sendu tölvupóst á vinaverkefni@redcross.is og tilgreindu þann tíma. Ef sá tími er ekki laus þá verður þér úthlutaður nýr tími.

Vinsamlegast komið með heilsufarsbók hundsins á grunnhundamatið og komið með hundinn í stífum taumi (alls ekki í flexy taumi). Í grunnhundamatinu á hundurinn alltaf að vera í taumi eins og er í öllum hundavinaheimsóknum á vegum Rauða krossins.

Endilega skráið ykkur á grunnhundamatið!

Vinsamlegast beinið öllum fyrirspurnum varðandi grunnhundamatið á tölvupóstfangið vinaverkefni@redcross.is eða hringið í síma 570 4222/5704226.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!