Grunnnámskeið Öryggi og björgun: Aðrir - Laugarvatn

Námskeið

21 maí
til
23 maí
Staðsetning Lindarbraut 6, 840 Laugarvatn
Tími 09:00 - 17:00
Leiðbeinandi María Carmen Magnúsdóttir
Verð á mann 33.000 ISK

Grunnnámskeið fyrir almenna starfsmenn íþróttamannvirkja og meðhöndlara (sem starfa í laug þar sem er laugarvörður).

Námskeið er fullt

course-image
Grunnnámskeið í Öryggi og björgun er ætlað þeim sem ætla sér að starfa á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Lengd námskeiðsins er 12 klukkustundir og skiptist í Skyndihjálp og björgun.

Kennsla fer fram:
- Þriðjudaginn 21. maí kl. 09:00-17:00
- Fimmtudaginn 23. maí kl. 09:00-13:00 - Muna að taka með sundföt ásamt síðermabol og buxum.


Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni sem þeir munu síðan geta nýtt sér til að:
Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðst við neyðartilfellum í og við vatn.
Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Þáttakendur þurfa að hafa meðferðis sundföt.

Þátttakendur sem standast grunnnámskeið í Öryggi og björgun fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun: Aðrir. Gildistími er misjafn eftir því hvaða starfi þátttakandi sinnir.

Til að viðhalda réttindum þarf að sækja endurmenntunarnámskeið áður en skírteini rennur út.

Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg.

Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.

Fólk er hvatt til að taka með sér nesti.

Fyrirtæki og stofnanir geta skráð þátttakendur í emaili á bjorgun@redcross.is og fengið reikning sendan.

Allar nánari upplýsingar í síma 570-4220 og á bjorgun@redcross.is.