Námskeið fyrir sjálfboðaliða á Akureyri - Sálrænn stuðningur (PFA)

Námskeið

08 maí
Staðsetning Viðjulundur 2, 600 Akureyri
Tími 18:00 - 21:00
Leiðbeinandi Róbert Theodórsson
Verð á mann 0 ISK

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.

Skráning
course-image
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Sú færni getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.

Á námskeiðinu eru þátttakendur kynntir fyrir undirstöðuatriðum í sálrænni fyrstu hjálp. Það hentar öllu starfsfólki og sjálfboðliðum sem sinna sálfélagslegum stuðningi sem og öðrum sem veita fólki stuðning.

Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur öðlist: þekkingu um sálræna fyrstu hjálp og viti hvað það er og hvað ekki, frekari þekkingu á viðbrögðum fólks í vanlíðan, skilning á þremur lykilþáttum „Horfa, Hlusta og Tengja“, færni í að veita sálræna fyrstu hjálp, skilning á flóknum aðstæðum og viðbrögðum og mikilvægi þess að huga einnig að sjálfum sér þegar aðstoða þarf aðra.

Námskeiðið fer fram á efri hæð Rauða krossins við Viðjulund þriðjudaginn 8. maí frá 18.00 til 21.00. Boðið verður upp á léttan kvöldverð.