Sálfélagslegur stuðningur í verkefnum með flóttafólki

Námskeið

22 ágú.
Staðsetning Efstaleiti 9, 103 Reykjavik
Tími 18:00 - 21:00
Leiðbeinandi Úlfhildur Ólafsdóttir

Þetta námskeið er undirbúningur fyrir verðandi sjálfboðaliða í verkefnum með flóttafólki og er góð þjálfun í því að veita flóttafólki sálrænan stuðning í gegnum verkefnin. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.

Skráning
course-image
Á þessu námskeiði fá þátttakendur kynningu á Sálrænum stuðningi í starfi með flóttafólki. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar í flóttamannaverkefnum. Sálrænn stuðningur er stuðningur fyrir fólk þar sem reynt er að mæta þeirra félags og sálrænum þörfum - t.d. þörf fyrir virka hlustun, þörf fyrir félagslegar tengingar og þörf fyrir að tjá tilfinningar sínar. Á námskeiðinu fá sjálfboðaliðar tól til að styrkja hæfni sína og þekkingu til að veita betri stuðning til flóttafólks sem þeir vinna með í verkefni. Sálrænn stuðingur er einnig hjálplegur í daglegu lífi með fjölskyldu og vinum