Athugið að það er nauðsynlegt að skrá inn kennitölu á Learning Platform til þess að námskeiðið birtist inn á Mínar síður. 

Grunnnámskeið Rauða krossins

Inngangur að Rauða krossinum

Þetta námskeið er sérstaklega ætlað sjálfboðaliðum og starfsfólki Rauða krossins en er opið öllum þeim sem langar að fræðast um Rauða krossinn. Á námskeiðinu er lögð áhersla á upphaf hreyfingarinnar og grunngildi Rauða krossins, markmið og stefnu félagsins og störf sjálfboðaliða. Námskeiðið er aðgengilegt hér

Inngangur að skyndihjálp

Undirstöðuatriði skyndihjálpar

Kynntu þér undirstöðuatriði í skyndihjálp með þessu inngangsnámskeiði áður en þú tekur verklegar æfingar. Á námskeiðinu verður fjallað um 13 ólík viðfangsefni skyndihjálpar og mikilvægi þess að hjálpa fólki í neyð. Þú öðlast grunnþekkingu á því að greina lífshættulega áverka og veikindi og hvernig á að veita fyrstu aðstoð. Það sem þú lærir á þessu vefnámskeiði getur aldrei endurspeglað raunverulegar aðstæður að fullu. Námskeiðið er aðgengilegt hér