Kennsluefni fyrir leiðbeinendur
Sálfélagslegur stuðningur
Hér geta leiðbeinendur í sálfélagslegum stuðningi og sálrænni fyrstu hjálp nálgast kennsluglærur, verkefni og ítarefni fyrir námskeið á þeirra vegum.
Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins. Félagið opnar fjöldahjálparstöðvar á hættu- og neyðartímum þar sem fólki er veitt fyrsta aðstoð svo sem upplýsingar, fæði og klæði og sameining fjölskyldna fer fram. Rauði krossinn bregst einnig við skyndilegum áföllum utan almannavarnaástands eins og húsbrunum og flóðum.
Samkomulag um samhæfingu áfallahjálpar: Við opnun Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins þann 10. desember 2013 var undirritað samkomulag sem felur Rauða krossinum samhæfingu áfallahjálpar í skipulagi almannavarna á Íslandi. Aðrir aðilar að samkomulaginu eru landlæknir, ríkislögreglustjóri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Landspítalinn og Biskupsstofa.
Glærur og efni fyrir námskeið
Myndband um sálræna fyrstu hjálp
Sálræn fyrst hjálp (SFH) er aðferð til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Að læra SFH getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.
Sálræn fyrsta hjálp er tilfinningalegur og hagnýtur stuðningur þar sem virkri hlustun er beitt og nærgætni. SFH er hvorki ráðgjöf né meðferð. Sálræn fyrsta hjálp getur gagnast þeim sem eru í uppnámi til að takast á við eðlilegar tilfinningar í aðstæðunum, stuðlað að heilbrigðum bjargráðum auk þess að stuðla að öryggi og von.
Myndband um öruggar tilvísanir
Örugg tilvísun er ferlið við beina fólki í traust úrræði. Vísa á fólki áfram þegar einstaklingur þarfnast aðstoðar sem er umfram það sem hægt er sinna á viðkomandi stað. Þetta myndband gefur þér fimm ráð til að vísa fólki áfram í örugg úrræði.