Almennar fréttir

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag!

05. desember 2022

Í dag, mánudaginn 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig í dag og þakka þeim.

Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum sínum sem gera starf félagsins mögulegt. Hjá Rauða krossinum á Íslandi starfa um 3.000 sjálfboðaliðar. Sjálfboðaliðar sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni Rauða krossins gera íslenskt samfélag ríkara.

Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig í dag og þakka þeim.

Takk sjálfboðaliðar!