Almennar fréttir
ASÍ styrkir Rauða krossinn um jólin
19. desember 2022
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, afhenti Rauða krossinum á Íslandi styrk upp á 800 þúsund krónur fyrr í dag.

Styrknum verður einkum varið í að efla hjálparsíma Rauða krossins 1717. Björg Kjartansdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd RKÍ.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjall 1717.is styður við fólk sem á í erfiðleikum, en þar er hægt að leita sér aðstoðar með viðkvæm vandamál af öllum toga. Mikilvægi 1717 er sjaldan meira en einmitt yfir hátíðarnar þegar álagið á Hjálparsímanum er sem mest og er styrkurinn því kærkominn.
Árlega hafa að jafnaði um 15 þúsund erindi borist til 1717, en þeim hefur þó fjölgað umtalsvert síðastliðin ár. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim erindum sem berast. Hjálparsíminn veitir sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf og hlustun, auk þess sem þau úrræði sem í boði eru á Íslandi, í hverjum málaflokki, eru kynnt.
Við þökkum ASÍ kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“