Almennar fréttir

EMC markaðsrannsóknir styrkir Rauða krossinn á Íslandi

21. desember 2023

Fyrirtækið afhenti Rauða krossinum á Íslandi styrk sem mun nýtast í bæði innlent og erlent hjálparstarf.

EMC markaðsrannsóknir gáfu félaginu 500.000 þúsund krónur fyrir hönd svarenda í rannsóknum þeirra. Féð verður notað til að fjármagna hjálparstarf Rauða krossins á innlendum og erlendum vettvangi. 

Rauði krossinn á Íslandi þakkar EMC kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk í þágu mannúðar!