Almennar fréttir

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

10. júlí 2024

Fjórir vinir héldu tombólu á Eiðistorgi til að safna fyrir Rauða krossinn.

Guðmundur Daði Björnsson og Sigurður Þór Björnsson. Á myndina vantar Jökul Þór Ólafsson og Baldur Inga Drífuson.

Þeir Guðmundur Daði Björnsson, Sigurður Þór Björnsson, Jökull Þór Ólafsson og Baldur Ingi Drífuson héldu nýlega tombólu á Eiðistorgi til að safna fyrir Rauða krossinn.

Guðmundur og Sigurður kíktu svo í heimsókn til okkar og afhentu afraksturinn.

Við þökkum strákunum öllum kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!