Alþjóðastarf
30 milljónir til hjálparstarfs í Marokkó og Líbíu
26. október 2023
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu í september síðastliðnum er lokið. Félagið sendir 30 milljónir kr. til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf.

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu er lokið. Félagið sendir alls 30 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna hamfara sem urðu í þessum tveimur löndum með örfárra daga millibili í september síðastliðnum. Í Marokkó varð öflugur jarðskjálfti þann 8. september og í Líbíu varð gríðarlegt flóð þann 11. september. Báðir þessir atburðir urðu þúsundum einstaklinga að bana og gerðu mikinn fjölda fólks heimilislaust.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Marokkó og Líbíu hafa frá upphafi neyðar á hvorum stað veitt mikilvæga neyðaraðstoð. Þau hafa meðal annars aðstoðað við að rýma hættusvæði, flutt særða á sjúkrahús og veitt fyrstu hjálp og sálrænan stuðning í samvinnu við yfirvöld á hverjum stað. Í framhaldinu hafa þau dreift nauðsynjavörum sem veita skjól og hreinlæti og haldið áfram að veita sálfélagslegan stuðning fyrir íbúa á vergangi.
Á báðum stöðum er nú þörf á gríðarlegri endurbyggingu. Það þarf að endurbyggja heimili, samfélög og líf fólks eftir þessar stórfelldu hamfarir og hjálpa fólki að vinna úr áföllunum sem þeim fylgja. Rauða kross hreyfingin vinnur nú hörðum höndum að þessu verkefni, en það mun taka langan tíma.
Rauði krossinn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í neyðarsöfnuninni kærlega fyrir stuðninginn. Með hjálp ykkar og Mannvina Rauða krossins, sem og stuðningi utanríkisráðuneytisins, getum við stutt viðbrögð Rauða kross hreyfingarinnar í Marokkó og Líbíu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.