Alþjóðastarf
Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn
27. nóvember 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

Síðustu daga hefur Alþjóðaráðið (ICRC), í hlutverki sínu sem hlutlaus milliliður, flutt gísla sem voru í haldi á Gaza til ísraelskra stjórnvalda og loks til fjölskyldna sinna, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til yfirvalda á Vesturbakkanum, svo þeir geti sameinast fjölskyldum sínum á ný. ICRC flutti einnig lækningavörur til sjúkrahúsa á Gaza.
Aðilar átakanna samþykktu öll smáatriði aðgerðanna, þar á meðal hverjir yrðu leystir úr haldi og hvenær. ICRC tók ekki þátt í samningarviðræðunum, en hlutverk ráðsins, sem hlutlaus milliliður, er að greiða fyrir framkvæmd þess sem samið var um.
Nauðsynlegt er að koma mannúðlega fram við alla gísla og fólk í varðhaldi og grundvallarhugsjónir mannúðar ber að virða öllum stundum, einnig þegar fólk er leyst úr haldi og flutt milli staða.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“