Alþjóðastarf
Auglýst staða í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku
03. febrúar 2022
Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktar-framtaksverkefni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Alþjóðasambandið ætlar næstu 10 árin að einbeita sér að fjórum helstu áskorunum álfunnar og byggja á reynslu landsfélaga í álfunni.
Eitt af fjórum framtaksverkefnum Alþjóðasambandsins er trjáræktar-framtaksverkefni (e. Tree Planting and Care initiative) þar sem stefnt er að því að planta og verja 500 miljón trjám á ári næstu 10 árin, í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Átakinu er ætlað að stuðla að aðlögun að - og mildun loftslagsbreytinga. Stuðningur Rauða krossins á Íslandi felst meðal annars í stuðning við stórt trjáræktarverkefni í Sierra Leone (sjá fyrri frétt), þátttöku í tæknilegum vinnuhóp framtaksverkefnisins og stuðning við stöðu verkefna- og samhæfingarstjóra framtaksverkefnisins en sú staða hefur nú verið auglýst.
Verkefna og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra Leone. Starfið mun krefjast ferðalaga um Afríku sunnan Sahara þar sem það felur í sér samhæfingu verkefna er falla undir framtaksverkefnið og tæknilega aðstoð til landsfélaga sem innleiða trjáræktarverkefni. Starfið mun einnig fela í sér eftirlit og úttektir, stefnumótun, áætlanagerð og fjáröflun. Nánar má lesa um stöðuna á alfred.is
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitKristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 02. desember 2024Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
Almennar fréttir 28. nóvember 2024Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Jólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.