Alþjóðastarf
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) fundar í Kænugarði
17. mars 2022
Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er nú staddur í Kænugarði í fimm daga í þeim tilgangi að kalla eftir auknu aðgengi mannúðaraðstoðar og hvetja til þess að dregið verði úr þjáningu óbreyttra borgara og þeir verndaðir.
Í ferð sinni mun Maurer sjá og kynna sér áskoranirnar sem óbreyttir borgarar standa frammi fyrir vegna átakanna auk þess að hitta fulltrúa ríkisstjórnar Úkraínu og kanna hvernig Rauði krossinn getur aukið enn frekar við hlutlausa og óhlutdræga mannúðaraðstoð sína sem felst m.a. í mataraðstoð, sjúkravörum og öðrum varningi til þolenda átakanna.
„Eftir gífurlegar þjáningar almennra borgara og viðamikil fjarsamskipti okkar við stjórnvöld í Rússlandi og Úkraínu finnst mér afar mikilvægt að við hittumst augliti til auglitis og getum rætt ítarlega um mikilvægi hlutlausrar, sjálfstæðrar og óhlutdrægrar mannúðaraðstoðar og að leyfi okkar til að starfa í landinu sé fullkomlega skilið og samþykkt af yfirvöldum“ sagði Maurer.
Í fyrradag aðstoðaði Rauði krossinn þúsundir óbreyttra borgara að komast örugga leið frá borginni Sumy. Um tvær bílalestir með a.m.k. 80 rútum er að ræða sem fóru frá Sumy til borgarinnar Lubny. „Umfang þessara hörmunga er einfaldlega óskiljanlegt. Hér eru hundruðir óbreyttra borgara sem reyna að komast í rútur og við munum reyna að fylgja bílalestinni og koma þeim aftur í einhverskonar öryggi“ sagði Erik Tollefsen, sendifulltrúi ICRC sem var viðstaddur aðgerðirnar.
Alþjóðaráð Rauða krossins vonast til að fleiri öruggar undakomuleiðir verði fundnar fyrir óbreytta borgara sem þurfa að komast frá átakasvæðum og eru í þörf fyrir brýna mannúðaraðstoð. Hingað til hefur Rauði krossinn aðstoðað um 60 þúsund óbreytta borgara að komast í öruggara umhverfi frá mismunandi borgum innan Úkraínu.
Alþjóðaráð Rauða krossins leggur áherslu á að auka virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum sem og skilning á hlutverki Alþjóðaráðs Rauða krossins við að heimsækja stríðsfanga og aðra sem eru teknir höndum í tengslum við vopnuð átök og stuðla að aukinni vernd þeirra sem taka ekki lengur þátt í átökunum sem og vernd óbreyttra borgara og borgaralegra innviða.
Í ferð sinni um Úkraínu mun Peter Maurer hitta starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins sem bera uppi mannúðarstarf í landinu og sömuleiðis halda áfram reglubundnum viðræðum sínum við embættismenn í Moskvu um mannúðaraðstoð.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.