Alþjóðastarf
Hjálpargögn Rauða krossins komin til Súdans
01. maí 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins tilkynnti í gær að því hefði tekist að koma hjálpargögnum til Súdans.

Í gær barst fyrsta sendingin af alþjóðlegum hjálpargögnum frá alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) til Súdans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Alþjóðaráðinu.
Um átta tonn af lækingarbúnaði er að ræða, en sjúkrahús og heilsugæslustöðvar þar í landi búa við gríðarlegan skort á gögnum og eru því illa í stakk búin til að bregðast við þeim vopnuðu átökum sem hafa brotist út víða um land.
Flutningur gagnanna er hluti af neyðaraðgerðum alþjóðaráðs Rauða krossins til að styðja við súdanska spítala, en sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Súdan eru einnig að veita særðum læknisaðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.