Alþjóðastarf
Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur snýr aftur frá Gaza
30. janúar 2024
Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á European Gaza Hospital síðustu sex vikurnar, en er nú komin aftur til Íslands.
Um miðbik desember hóf skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir störf á European Gaza Hospital í Rafah. Elín starfaði með skurðlækningateymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á Gaza í sex vikur.
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur sinnt mikilvægu mannúðarstarfi á Gaza í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann síðan árið 1967. Alþjóðaráðið reynir eftir fremsta megni að veita íbúum Gaza mannúðaraðstoð í yfirstandandi átökum, meðal annars með aðgangi að vatni, rafmagni og hreinlætisvörum, en sérstök áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu.
Sinnti lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum
Starf Elínar á vegum Alþjóðaráðsins var að sinna alvarlega særðum einstaklingum sem þurftu á lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum að halda, þar á meðal börnum. Sjúkrahúsið er eitt af fáum sem enn eru starfhæf á Gaza, svo mikið hefur mætt á Elínu, en gífurlega margir hafa særst og látist í átökunum síðustu mánuði á Gaza.
Sjötta ferðin á vegum Rauða krossins
Þetta er ekki fyrsta vettvangsferð Elínar fyrir Rauða krossinn vegna vopnaðra átaka á Gaza, en árið 2014 starfaði hún einnig í skurðlækningateymi á svæðinu. Elín hefur verið á útkallslista Rauða krossins á Íslandi vegna alþjóðlegs hjálparstarfs síðan árið 2010 og hefur síðan þá starfað á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður-Súdan, Afganistan, Sýrlandi, Jemen og á Haítí, ásamt Gaza.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitCoca-Cola og Rauði krossinn hjálpa umsækjendum um alþjóðlega vernd að aðlagast íslensku samfélagi
Innanlandsstarf 25. september 2024Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Frábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.