Alþjóðastarf
Marel styður við Rauða krossinn
22. mars 2022
Marel hefur ákveðið að veita 250.000 evrur til mannúðarstarfs Rauða krossins í Úkraínu til að mæta þörfum almennra borgara sem þar þjást vegna vopnaðra átaka. Rauði krossinn er með víðtækt hjálparstarf í Úkraínu sem er borið uppi af sex þúsund sjálfboðaliðum Rauða krossins í Úkraínu með stuðningi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), sem jafnframt tryggir eftir bestu getu að mikilvægir innviðir í landinu á borð við heilbrigðiskerfi og vatnsveitur séu starfandi.
Mannúðarástand í Úkraínu er mjög alvarlegt, þegar er orðinn mikill skortur á matvælum víða í landinu og vopnuð átök hindra bæði að almennir borgarar geti flúið á örugga staði sem og birgðaflutninga víða. Rauði krossinn gerir sitt besta til að greiða fyrir öruggum flutningi fólks þaðan og koma þangað vistum.
„Hugur okkar er hjá þeim sem þjást vegna átakanna,” segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. „Með framlagi okkar viljum við styðja mikilvægt starf Alþjóðaráðs Rauða krossins við að veita mannúðaraðstoð á svæðinu, þar á meðal fæðu, vatn og öruggt skjól, auk þess sem samtökin leggja áherslu á að viðhalda grunninnviðum.”
„Við erum Marel ótrúlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga framlag til að mæta þörfum íbúa í Úkraínu. Það er gríðarlega mikið og erfitt starf framundan þegar kemur að því að mæta þörfum þolenda en við leggjum allt kapp á að ná til sem flestra,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Framlag Marel og annarra sem leggja okkur lið gera okkur kleift að ná til enn fleiri og það skiptir máli. Það skiptir fólkið sem fær aðstoðina öllu máli og fyrir það erum við Marel þakklát."
Marel donates to International Red Cross humanitarian aid efforts in Ukraine
Marel has decided to donate EUR 250.000 to the International Committee of the Red Cross (ICRC) who are working on the ground in Ukraine to provide urgent assistance to all those affected by the conflict.
Working with the staff and over six thousand volunteers of the Ukrainian Red Cross Society (URCS), the ICRC is scaling up the response by the hour to help all those in desperate need of food, safe water, medical assistance and shelter materials.
The humanitarian situation in Ukraine is increasingly dire and desperate. In the coming weeks, the ICRC will increase their work to reunite separated families, provide food and other household items to the internally displaced, increase awareness about areas contaminated by unexploded ordnance, and carry out our work to ensure that human remains are treated with dignity.
Water trucking and other emergency water delivery is needed, and support to health facilities will be increased, with a focus on providing supplies and equipment to care for people wounded by weapons.
“Our thoughts are with the people suffering because of the armed conflict in Ukraine,” says Arni Oddur Thordarson, CEO of Marel. “With our donation to ICRC, we want to support the humanitarian aid provided by the Red Cross teams in the area, which includes food, water and shelter, as well as the maintenance of basic infrastructure.”
“We are extremely grateful to Marel for supporting our response to the needs of civilians in Ukraine. There are great challenges ahead, responding to the needs of those suffering, but we are doing everything we can to reach as many as possible,” says Kristín S. Hjálmtýsdóttir, Secretary General of the Icelandic Red Cross. “The donation from Marel, as well as from other supporters, makes it possible for us to reach even more people and that means a lot to us. More importantly, the support means a lot to the people who suffer, and we are thankful to Marel for helping us helping them.”
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.