Alþjóðastarf
Peter Maurer í Moskvu
25. mars 2022
Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), lauk í gær tveggja daga heimsókn sinni til Moskvu þar sem hann hélt áfram samtali sínu við rússnesk yfirvöld um mikilvægi mannúðaraðstoðar.
ICRC ræðir við alla deiluaðila sem hlutlaus og óhlutdrægur aðili og talar fyrir virðingu og mikilvægi alþjóðlegra mannúðarlaga til að vernda óbreytta borgara og tryggja að hjálp komist til þeirra sem mest þurfa á að halda.
Maurer hitti Sergey Lavrov, utanríkismálaráðherra Rússlands auk Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra, Pavel Savchuk forseta rússneska Rauða krossins og Moskalkova mannréttindafrömuð.
„Samtöl mín við rússnesk yfirvöld eru hluti af áframhaldandi samtali milli ICRC og Rússlands um mannúðaraðstoð og alþjóðleg mannúðarlög. Í síðustu viku var ég í Kænugarði og í þessari viku var ég í Moskvu. Ég hef líka heimsótt Donbas svæðið nokkrum sinnum. Við tölum við alla aðila með það sama að leiðarljósi: að bjarga mannslífum og draga úr þjáningum í vopnuðum átökum,“ sagði Maurer. „Vegna þess að þörfin er mikil erum við hjá ICRC að auka verulega við mannúðaraðstoð sem við getum veitt til þolenda átakanna í Úkraínu.“
Efni fundanna var mestmegnis um átökin í Úkraínu en einnig var rætt um mannúðarvandann í Sýrlandi. Hvað varðaði Úkraínu snérust samræðurnar m.a. um:
- Öruggar undankomuleiðir: Maurer lagði áherslu á að auðvelda þyrfti flutning óbreyttra borgara frá borgum þar sem átök geisa sem og nauðsyn þess að koma hjálpargögnum að. ICRC hvetur aðila til að sammælast um fleiri öruggar undankomuleiðir og útfærslu þar á – t.d. um upphafstíma, lengd og staðsetningu til að leyfa óbreyttum borgurum að flýja átökin.
- Vernd óbreyttra borgara og innviða: ICRC hefur áhyggjur af þjáningum sem fólk verður fyrir þegar það er berskjaldað fyrir hrikalegu ofbeldi. Alþjóðleg mannúðarlög vernda fólk, hvort sem um óbreytta borgara eða þá sem ekki taka lengur þátt í átökunum er að ræða. Hlífa skal öllum innviðum við árásum, þ.m.t. spítölum, skólum, vatns- og rafmangsveitum. Fylgja skal meginreglum um meðalhóf, aðgreiningu og varúð og beitt í hernaði til að minnka skaðann sem óbreyttir borgarar verða fyrir.
- Stríðsfangar og týndir: Réttur ICRC til að heimsækja stríðsfanga og aðra sem haldið er föngum vegna átakanna, er mikilvæg skylda deiluaðila að tryggja að hægt sé að standa vörð um réttindi óbreyttra borgara og þeirra sem hafa lagt niður vopn. Heimsending (repatriation) flóttafólks og virðing deiluaðila fyrir látnum er mikilvæg, rétt eins og nauðsyn þess að fjölskyldur viti um örlög ástvina sinna og hvar þeir eru niðurkomnir. Allir aðilar átakanna þurfa að tryggja aðgang og njóta góðs af þessu mikilvæga mannúðarstarfi.
- Aukin aðstoð ICRC: Undanfarnar vikur hefur ICRC komið með um 300 tonn af hjálpargögnum og vörubílar flytja læknagögn og annan búnað, líkt og sáraumbúðir vegna stríðsáverka til spítala í Odessa og hreinlætisvörur og fleira til fólks á vergangi í Vinnytsia og Dnipro. Í Lysychansk og Severodonetsk var um 2,5 tonnum af mat og hreinlætisvörum komið í neyðarskýli. Í Donbas hefur ICRC tryggt aðgang að vatni fyrir yfir eina milljón manns og aðstoðað um 140 heilbrigðisstofnanir síðan árið 2014. Í síðustu viku dreifði ICRC efni til að aðstoða við viðgerð fimm heilbrigðisstofnana og heimila í Donetsk.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“