Alþjóðastarf
Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs
18. október 2023
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.

Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda. Ástandið á svæðinu er gríðarlega erfitt og neyðin er mikil, sérstaklega á Gaza. Þar eru rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins og styrkja mannúðarstarf á svæðinu. Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar.
Svona styrkir þú söfnunina:
Styrkja í gegnum heimasíðu Rauða krossins
SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
Kass: raudikrossinn eða 7783609
Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Alþjóðastarf 08. desember 2023Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins
Innanlandsstarf 04. desember 2023Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
Innanlandsstarf 04. desember 2023Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.