Alþjóðastarf
Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs
18. október 2023
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.

Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda. Ástandið á svæðinu er gríðarlega erfitt og neyðin er mikil, sérstaklega á Gaza. Þar eru rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins og styrkja mannúðarstarf á svæðinu. Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar.
Svona styrkir þú:
Reikningur Rauða krossins: 0342-26-555, kt. 530269-2649, skýring: gaza
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“