Áhersluatriði okkar

Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á uppbyggingu sérfræðiþekkingar í alþjóðlegu starfi. Áhersluatriði okkar leiða af sér örugg, heilbrigð og sjálfbær samfélög og styðja atriðin við hvort annað. 

Við leggjum mikið upp úr samstarfi og trúum því að samstarf og heildstæð nálgun feli í sér mikið virði og árangur.

Þverlægar áherslur í verkefnum

Jafnrétti, vernd og þátttaka án aðgreiningar

Jafnrétti og vernd tengist inn í allar aðrar áherslur hjá okkur og er í raun kjarni verkefna okkar. Geðheilbrigði og sálfélagslegur stuðningur er einnig hluti af vernd í okkar starfi og fellur því einnig hér undir. Með jafnrétti er sérstök áhersla lögð á valdeflingu kvenna og stúlkna.

Efla nærsamfélagið

Uppbygging og sjálfbærni í starfi landsfélaga er önnur þverlæg áhersla í alþjóðastarfinu okkar. Hún snertir á því að styrkja getu og hæfni landsfélaga í öðrum þverlægum áherslum. Allur stuðningur og aðstoð sem við veitum styður við getu nærsamfélagsins.

Aðgerðir til að sporna við loftslagsvá

Þessi áhersla er tiltölulega nýtilkomin í alþjóðastarfi Rauða krossins á Íslandi. Fyrst um sinn er áherslan lögð á að byggja upp samstarf við sérfræðinga í hamfarahlýnun og loftslagsmálum og efla okkar eigin getu til að geta stutt við önnur landsfélög.