Námskeið fyrir hópa og vinnustaði
Stuðlaðu að öruggari vinnustað með skyndihjálparkennslu Rauða krossins. Hvort sem þjálfunin er hluti af öryggisstöðlum, stefnu fyrirtækisins eða þig langar einfaldlega að efla öryggi á vinnustaðnum geta leiðbeinendur á vegum Rauða krossins boðið upp á sveigjanlegar námskeiðslausnir sem henta þér og vinnustaðnum.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og starfsmanna fyrirtækja, bæði hvað varðar lengd og efnistök. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Allt fræðsluefnið er gefið út af Rauða krossinum.Boðið er upp á margvísleg námskeið fyrir hópa og fyrirtæki, allt frá 1-30 manna námskeið.
Þið finnið dag og tíma dags sem hentar ykkur og við komum á staðinn. Hjá ykkur þarf að vera mögulegt að tengja tölvu við skjá/skjávarpa með mynd og hljóði.
Námskeiðin geta verið haldin á íslensku, ensku eða pólsku. Námskeiðin geta verið haldin hvenær sem er dag, kvöld eða helgi, verðið er alltaf það sama.
Gott er að panta námskeið með þriggja vikna fyrirvara.
Við miðum við að ekki séu fleiri en 15 manns á námskeiði með einum leiðbeinenda þó geta verið fleiri, en þá bætum við öðrum leiðbeinanda við fyrir hverja 15 nemendur og námskeiðsgjaldið hækkar sem því nemur. Hámarksfjöldi á námskeiði eru 30 manns.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um það sem við færum yfir á tveggja, fjögurra og tólf tíma námskeiði ásamt sérstöku tveggja tíma verklegu námskeiði sem er hugsað fyrir þá sem hafa lokið vefnámskeiði okkar.
Á 4 og 12 tíma námskeiðinu fá allir aðgang að rafrænu skírteini sem hægt er að nálgast á Mínar síður. Einnig þau sem ljúka verklegu námskeiði eftir vefnámskeið. Skírteini eru gild í 2 ár.
Óski fólk eftir upplýsingum um hvaða námskeið það hefur lokið hjá Rauða krossinum má finna yfirlit yfir feril inn á Mínar síður.
Eftirfarandi námskeið standa fyrirtækjum og hópum til boða
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja þjálfa sig í grunnatriðum endurlífgunar. Gott námskeið fyrir alla sem hafa lært skyndihjálp áður.
Lengd |
2 klukkustundir |
Markmið |
Að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota hjartarafstuðtæki við endurlífgun. |
Viðfangsefni |
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. |
Fræðsluefni |
Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?” eða bókin „Skyndihjálp og endurlífgun. Útgefandi er Rauði krossinn á Íslandi. |
Inntökuskilyrði |
Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat |
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi. |
Viðurkenning |
Engin. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Efnisatriði
- Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun.
- Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun).
- Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
Verð:
- 1-15 manns: 87.200 kr.
- 16-30 manns: 112.200 kr.
Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa lokið vefnámskeiði í skyndihjálp og hafa þannig öðlast grunnþekkingu á skyndihjálp en vantar verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið er bæði í boði fyrir fyrirtæki og almenning og er einungis haldið af deildum Rauða krossins.
Lengd |
2 klukkustundir |
Markmið |
Að auka færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. |
Viðfangsefni |
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. |
Fræðsluefni |
Vefnámskeið í skyndihjálp. Skyndihjálparapp. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn. |
Inntökuskilyrði |
Þátttakendur séu 14 ára eða eldri og hafi lokið 2 tíma vefnámskeiði í skyndihjálp með fullnægjandi árangri. Sýna þarf staðfestingu á að vefnámskeiði sé lokið í upphafi námskeiðs. |
Námsmat |
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf. |
Viðurkenning |
Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár. |
Efnisatriði
Fjögur skref skyndihjálpar
- Tryggja öryggi á vettvangi
- Meta ástand slasaðra eða sjúkra
- Sækja hjálp
- Veita skyndihjálp
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð
- Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
- Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
- Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
- Aðskotahlutur í öndunarvegi
Skyndihjálp og áverkar
- Innvortis- og útvortis blæðingar
- Bruni og brunasár,
- Áverkar á höfði, hálsi eða baki
Skyndihjálp og bráð veikindi
- Brjóstverkur
- Bráðaofnæmi
- Heilablóðfall
- Flog
- Sykursýki
- Öndunarerfiðleikar
Verð:
- 1-15 manns: 105.000 kr.
- Einstaklingur á staðnámskeiði: 12.000 kr.
Ekki er hægt að hafa fleiri þátttakendur en 15. Þátttakendur þurfa að sýna leiðbeinenda staðfestingu á að hafa lokið vefnámskeiði áður en námskeið hefst.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Lengd |
4 klukkustundir með hléum |
Markmið |
Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. |
Viðfangsefni |
Kynning; hvað er skyndihjálp? |
Fræðsluefni |
Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?”. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn á Íslandi. |
Inntökuskilyrði |
Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat |
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi. |
Viðurkenning |
Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Efnisatriði
Fjögur skref skyndihjálpar
- Tryggja öryggi á vettvangi
- Meta ástand slasaðra eða sjúkra
- Sækja hjálp
- Veita skyndihjálp
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð
- Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
- Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
- Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
- Aðskotahlutur í öndunarvegi
Skyndihjálp og áverkar
- Innvortis- og útvortis blæðingar
- Bruni og brunasár,
- Áverkar á höfði, hálsi eða baki
Skyndihjálp og bráð veikindi
- Brjóstverkur
- Bráðaofnæmi
- Heilablóðfall
- Flog
- Sykursýki
- Öndunarerfiðleikar
Sálrænn stuðningur
- Streita í neyðartilfellum
- Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp
- Sálrænn stuðningur
Verð:
- 1-15 manns: 113.900 kr.
- 16-30 manns: 138.900 kr.
- Einstaklingur á staðnámskeiði: 12.000 kr.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp s.s. almenning, sjálfboðaliða í skyndihjálparhópum Rauða krossins og nemendur sem fá einingu fyrir að taka skyndihjálparnámskeið.
Lengd |
12 klukkustundir |
Markmið |
Markmið Að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. |
Viðfangsefni |
Kynning; hvað er skyndihjálp? |
Fræðsluefni |
Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. |
Inntökuskilyrði |
Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat |
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi en þátttakendum stendur það þó til boða í lok námskeiðs. |
Viðurkenning |
Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Efnisatriðin eru viðbót fyrir 4 klst. námskeið.
- Eitranir
- Hitaslag / hitaörmögnun og ofkæling
- Lost
- Blóðnasir
- Sár og sáraumbúðir
- Raflost
- Höfðuáverkar
- Tannáverkar
- Skorðun á hyrgg
- Áverkar á brjóstkassa og kvið
- Vöðvakrampar
- Sýklasótt
- Yfirlið
- Spelkun útlima
Verð:
- 1-15 manns: 193.600 kr.
- 16-30 manns: 218.600 kr.
- Einstaklingur á staðnámskeiði: 20.000 kr.
Námskeiðið er einkum gagnlegt foreldrum, dagmæðrum, starfsfólki dagvistarstofnana, leiðbeinendum á leikjanámskeiðum, kennurum og íþróttaþjálfurum. Námskeiðið er bæði í boði fyrir fyrirtæki og almenning og er einungis haldið af deildum Rauða krossins.
Lengd |
4 klukkustundir |
Markmið |
Að þátttakendur öðlist færni í að beita skyndihjálp vegna algengra áverka eða veikinda hjá börnum. |
Viðfangsefni |
Staðreynir um slys á börnum |
Fræðsluefni |
Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn. |
Inntökuskilyrði |
Þátttakendur séu 16 ára eða eldri. |
Námsmat |
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf |
Viðurkenning |
Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár. |
Verð:
- 1-15 manns: 113.900 kr.
- 16-30 manns: 138.900 kr.
- Einstaklingur á staðnámskeiði: 12.000 kr.
Fyrir frekari fyrirspurnir, hafið samband á namskeid@redcross.is.