Í ár er öld liðin frá því starfsemi Rauða krossins hófst hér á landi. Rauði krossinn gefur af því tilefni út veglegt rit um það gríðarlega fjölbreytta starf sem félagsmenn og starfsfólk RKÍ hafa leyst af hendi síðustu 100 árin. Verkefnin hafa verið ótalmörg og ekki bara á Íslandi, heldur einnig í fjarlægum löndum.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar. Bókin verður í stóru broti og hin veglegasta, um 400 blaðsíður og ríkulega búin ljósmyndum. Í hverjum kafla bókarinnar er fjallað um afmarkaðan þátt í starfsemi Rauða krossins á Íslandi á síðustu 100 árum. Þannig öðlast lesendur innsýn í fjölbreytnina í starfi Rauðakrossfélaga í áranna rás og þau miklu áhrif sem Rauði krossinn á Íslandi hefur haft á líf þjóðarinnar.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari Rauða krossins á Íslandi og ritar hann formála bókarinnar.

Þeir sem kaupa bókina í forsölu fá nafnið sitt á þakkarlista fremst í bókinni.

Bókin kemur út haustið 2024.

100 ára saga Rauða krossins

Verð
14.900 kr