Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins sem þjónustar einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og/eða nota vímuefni um æð. Gjöfin þín eru fimm áhaldapakkar með búnaði til notkunar á vímuefnum um æð. Hver pakki inniheldur dauðhreinsaðar sprautur, nálar, sprittklúta og annan búnað sem er mikilvægur til að minnka líkur á sýkingum og útbreiðslu á smitsjúkdómum á borð við HIV og lifrabólgu C. 

Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins eru starfrækt á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.

Fyrir 3.000 krónur gefur þú fimm einstaklingum áhaldakassa sem inniheldur sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka.
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.

Áhaldapakki Frú Ragnheiðar

Viðtakandi #1

Upplýsingar vantar
Netfang er ekki gilt
Upplýsingar vantar
Verð 3.000 kr