Vinsæl leitarorð
Niðurstöður
1
Hvert handtak skiptir máli
Fataverkefni Rauða krossins stuðlar að sjálfbærni og umhverfisvend. Verkefnið er borið upp af sjálfboðaliðum og samfélagsþjónum, en sjálfboðaliðar sjá um að tæma söfnunargáma og afgreiða í búðunum, og samfélagsþjónar starfa í fataflokkunarstöðinni. Undanfarið hefur Rauði krossinn sannarlega fundið fyrir mikilli velvild í samfélaginu, en sjaldan hefur almenningur gefið eins mikið af fötum og salan í verslunum á höfuðborgarsvæðinu er nú á pari við bestu sölu síðan árið 2013.