Upplýsingar vegna átakanna í Úkraínu

Rauði krossinn er núna fyrst og fremst að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu, bæði innan Úkraínu og í nágrannalöndunum þangað sem fólk hefur flúið. Fjármagnið fer í lífsnauðsynjar fyrir þolendur átakanna; fæði, vatn, heilbrigðisþjónustu, klæði og skjól.

 

Neyðarsöfnun Rauða krossins má finna hér

Við hvetjum einnig fólk til að gerast Mannvinir, þ.e. mánaðarlegir styrktaraðilar okkar, til þess að styrkja við starf Rauða kross til lengri tíma, sjá hér

Þá er hægt að gerast sjálfboðaliði. Rauði krossinn styður við flóttafólk og umsækjendur umalþjóðlega vernd á Íslandi í verkefnunum: Leiðsögumenn flóttafólks, Tungumálavinir og félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hægt er að skoða verkefni og önnur sjálfboðaliðaverkefni hér 

Hægt er að koma með föt í sérstakan fatagám Rauða krossins fyrir flóttafólk að Skútuvogi 1 (keyrt inn frá Barkarvogi).

Óskað er eftir að eingöngu sé komið með vetrarfatnað sem er hreinn og í góðu ástandi. Við tökum ekki sérstaklega við barnafötum fyrir flóttafólk en tökum að sjálfsögðu við öllum fatnaði í fatagámunum okkar sem staðsettir eru víðsvegar um landið og nýtast fólki í neyð. Staðsetning fatagáma má finna hér

Rauði krossinn hefur opnað sérstaka fataúthlutunarstöð við Laugaveg 176. Búðin er opin virka daga frá 12-15 og þangað geta umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk komið og valið sér föt. Hægt er að borga með fatakortum sem hægt er að nálgast í Árskógum 4 alla miðvikudaga á milli 12 - 15.

Rauði krossinn safnar eingöngu fötum fyrir fólk í neyð. Við tökum því ekki á móti húsbúnaði eða öðrum munum.

Hægt er að fara á næstu stöð Sorpu eða á aðra nytjamarkaði. Góði hirðirinn (sem er á vegum Sorpu) afhendir fólki sem fengið hefur alþjóðlega vernd búnað til heimilishalds endurgjaldslaust í samvinnu við það sveitarfélag þar sem fólk sest að á höfuðborgarsvæðinu.

Sendingar sem ekki hefur beinlínis verið óskað eftir eiga það á hættu að teppa flutningsleiðir fyrir forgangssendingum. Rétt er því að vekja athygli á því að ekki er æskilegt að  hefja sendingar á birgðum eða vistum á eigin spýtur nema móttaka og ráðstöfun gagnanna hafi fyrirfram verið tryggð af hálfu móttakanda. Sendingar með ýmsum varningi eru þegar teknar að hrannast upp í hjálparmiðstöðvum grannríkja Úkraínu.

Upplýsingar teknar af vefsíðu Stjórnarráð Íslands, sjá hér

Hægt er að hafa samband við sveitarfélagið þar sem eignin er staðsett í. Sveitarfélögin aðstoða innflytjendur og flóttafólk við að finna húsnæði við hæfi.

Ef ríkisborgari Úkraínu er kominn til Íslands getur hann sótt um alþjóðlega vernd við landamæraeftirlit eða á lögreglustöð. Einnig er hægt að sækja um vernd í móttökumiðstöð Útlendingastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði (opið á daginn).

Mikilvægt er að viðkomandi sé á Íslandi til að sækja um vernd og umsókn þarf að leggja fram í eigin persónu.

 

Sjá vefsíðu Útlendingastofnunar: Íslenska Enska