Almennar fréttir
4. bekkur í Helgafellsskóla safnaði
16. júní 2022
Nemendur í 4. bekk í Helgafellsskóla komu færandi hendi til Rauða krossins þann 7. júní sl. með 87.468 krónur sem þau höfðu safnað til styrktar verkefna Rauða krossins. Þau hafa fræðst um stríð, mannúðaraðstoð og fleira í vetur og því vel viðeigandi að koma í heimsókn til Rauða krossins í lok skólaársins.
Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta flotta framlag og komuna til okkar. Framtíðin er björt.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.