Almennar fréttir

4. bekkur í Helgafellsskóla safnaði

16. júní 2022

Nemendur í 4. bekk í Helgafellsskóla komu færandi hendi til Rauða krossins þann 7. júní sl. með 87.468 krónur sem þau höfðu safnað til styrktar verkefna Rauða krossins. Þau hafa fræðst um stríð, mannúðaraðstoð og fleira í vetur og því vel viðeigandi að koma í heimsókn til Rauða krossins í lok skólaársins.

Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta flotta framlag og komuna til okkar. Framtíðin er björt.