Almennar fréttir
46 ár liðin frá Vestmannaeyjagosinu
23. janúar 2019
Gosið árið 1973 markar upphaf neyðarvarnarstarfs Rauða krossins á Íslandi.
Í dag eru 46 ár liðin frá því að Vestmannaeyjargosið herjaði á byggð Eyjamanna. Gosið árið 1973 markar upphaf neyðarvarnarstarfs Rauða krossins á Íslandi. Fjöldahjálparstöð var sett upp í landi til að taka á móti þeim Vestmannaeyingum sem flúið höfðu eyjuna vegna gossins. Kallaður var út fjöldi sjálfboðaliða Rauða krossins, fyrst og fremst úr kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem aðstoðuð við móttöku á Eyjamönnum. Talið er að yfir 200 sjálfboðaliðar hafi tekið þátt í aðgerðum Rauða krossins þessa nótt. Aðgerðir voru skipulagðar í höfuðstöðvum Rauða krossins þar sem undirbúningsvinna fór fram áður en Eyjamenn komu til Reykjavíkur. Ákveðið var að móttökumiðstöð skyldi sett upp í Árbæjarskóla þar sem tekið var á móti Eyjamönnum sem á aðstoð þurftu að halda talið er að um 6000 manns hafi skráð sig í þessa móttökustöð þennan fyrsta sólarhring. Aðrir skólar voru einnig rýmdir til að taka á móti þessum mikla fjölda Eyjamanna.
Þessar aðgerðir marka upphafið að öflugu neyðarvarnarstarfi Rauða krossins á Íslandi. Nú til dags er algengt að neyðarvarnarteymi Rauða krossins taki til starfa þegar stór slys eða náttúruhamfarir eigi sér stað og er kveðið á um þetta hlutverk Rauða krossins í lögum um almannavarnir. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins bjóða þá fram aðstoð sína, veita áfallahjálp og aðra nauðsynlega þjónustu í sérstökum fjöldahjálparstöðvum sem settar eru upp. Nýjasta dæmið um slík viðbrögð eru vel heppnaðar aðgerðir Rauða krossins vegna rútuslyss sem varð á Kjalarnesi um síðustu helgi.
Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styrkja starf hreyfingarinnar með mánaðarlegum fjárframlögum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.