Almennar fréttir
6. bekkur í Helgafellsskóla safnaði pening fyrir Rauða krossinn
07. júní 2022
Í síðustu viku var þemavika í Helgafellsskóla með yfirskriftinni Ég hef áhrif. Þá var lagt upp með að nemendur veltu því fyrir sér hvað það er að gera góðverk.
Þau gengu út frá spurningunni:
Hvernig við getum lagt okkar að mörkum til að gera heiminn að betri stað?
Hjálpumst að við að gera góðverk.
6. bekkur í Helgafellsskóla ákvað að styrkja Rauða krossinn með von um að peningarnir nýtist vel. Alls söfnuðust 15.395 kr.
Söfnunin fór fram með ýmsum hætti, þau bjuggu meðal annars til skart, bangsa og bökuðu kökur auk annarra verkefna.
Við þökkum þessum duglegu börnum fyrir sitt framlag í þágu mannúðarmála.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.