Almennar fréttir
96 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi
10. desember 2020
Í dag, 10. desember, er Rauði krossinn á Íslandi 96 ára.
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 96 ára afmæli sínu í ár, en félagið var stofnað árið 1924.
Um upphaf Rauða krossins á Íslandi segir í ritinu Í þágu mannúðar 1924-1999 sem Margrét Guðmundsdóttir tók saman að Sveinn Björnsson, síðar forseti, hafi kynnst starfsemi Rauða krossins þegar hann var sendiherra í Kaupmannahöfn.
Sveinn segist hafa orðið \"óþægilega\" var við að Íslendingar hefðu ekki gengið til liðs við samtökin. Hann leitaði eftir handleiðslu og upplýsingum frá Alþjóðaráði Rauða krossins árið 1922.
Þegar fundarstjórinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti bar upp tillögu um stofnun Rauða kross Íslands vra hún samþykkt með \"öllum þorra atkvæða gegn einu.
Rauði krossinn hefur unnið ötullega að mannúðarmálum allar götur síðan og stefnir ótrauður áfram að sinna málsvarastarfi fyrir jaðarsetta hópa og aðra sem á þurfa að halda. Það styttist í 100 ára afmæli félagsins og við lítum björtum augum til framtíðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.