Almennar fréttir
96 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi
10. desember 2020
Í dag, 10. desember, er Rauði krossinn á Íslandi 96 ára.
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 96 ára afmæli sínu í ár, en félagið var stofnað árið 1924.
Um upphaf Rauða krossins á Íslandi segir í ritinu Í þágu mannúðar 1924-1999 sem Margrét Guðmundsdóttir tók saman að Sveinn Björnsson, síðar forseti, hafi kynnst starfsemi Rauða krossins þegar hann var sendiherra í Kaupmannahöfn.
Sveinn segist hafa orðið \"óþægilega\" var við að Íslendingar hefðu ekki gengið til liðs við samtökin. Hann leitaði eftir handleiðslu og upplýsingum frá Alþjóðaráði Rauða krossins árið 1922.
Þegar fundarstjórinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti bar upp tillögu um stofnun Rauða kross Íslands vra hún samþykkt með \"öllum þorra atkvæða gegn einu.
Rauði krossinn hefur unnið ötullega að mannúðarmálum allar götur síðan og stefnir ótrauður áfram að sinna málsvarastarfi fyrir jaðarsetta hópa og aðra sem á þurfa að halda. Það styttist í 100 ára afmæli félagsins og við lítum björtum augum til framtíðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.