Almennar fréttir

Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar

14. mars 2024

Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar var haldin í gær 13.mars og gekk fundur einkar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt og góðar umræður mynduðust um mikilvæg málefni sem snerta verkefni deildar og Rauða krossins í heild sinni.

Í stjórn voru kosnir tveir stjórnarmenn til tveggja ára , Íris Hvanndal  og Jóhanna Jóhannsdóttir og tveir varamenn til eins árs, Guðfinna Guðmundsdóttir og Védís Einarsdóttir.  Innsend tillaga til atkvæða um sameiningu við Höfuðborgardeild samkvæmt 6. mgr. 19. gr. var samþykkt með 6 atkvæðum og atkvæði á móti var einungis 1.

Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeild þakkar stjórnarfólki, félagsmönnum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í einni öflugri deild.