Almennar fréttir

Aðalfundur Rauða krossins

05. mars 2024

Rauði krossinn á Íslandi boðar til aðalfundar laugardaginn 4. maí 2024 nk. Fundurinn verður haldinn í Háteigi, á Grand Hótel, Sigtúni 28 í Reykjavík.

Dagskrá hefst kl. 9 en skráning kl. 8:30.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 8. mgr. 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi og verður hún auglýst nánar síðar.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.

Skráning fer fram hér og stendur fram til miðnættis 4. apríl nk.