Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
22. febrúar 2024
Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 18.00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Efstaleiti 9.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundastjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar
- Innsendar tillögur
- Tillaga til atkvæða um sameiningu við Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeild.
- Kosning deildarstjórnar
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra
- Önnur mál
- Þakkir til fráfarandi stjórnarmanna
- Viðurkenning sjálfboðaliða
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2023. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningar í allar trúnaðarstöður deildarinnar eru leynilegar sbr. 9.tl. 19.gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
- Stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.