Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
07. mars 2022
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 10. mars 2022, í húsnæði deildarinnar að Efstaleiti 9. Fundurinn hefst kl. 17:00.
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 21 gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
Á dagskrá fundarins er meðal annars kjör fjögurra aðalmanna í stjórn til tveggja ára auk tveggja varamanna til eins árs.
Tilnefningar skulu sendar á formann Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu á netfangið formadur.reykjavik@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“