Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins á Vesturlandi
25. febrúar 2022
Aðalfundur Vesturlandsdeildar Rauða krossins verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 20.00 í húsnæði Símenntunar Bjarnarbraut 8 Borgarnesi.
Að öðrum kosti verður fundurinn haldinn í fjarfundi sama dag og á sama tíma, vinsamlega fylgist með á heimasíðu Rauða krossins undir viðburðir.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
- Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
- Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra. Skv. 22. gr.
- Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2021. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Almennar fréttir 08. júní 2023Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins sem haldið verður dagana 8. - 13. október.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki
Alþjóðastarf 05. júní 2023Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Seldu dót til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 01. júní 2023Vinkonurnar Elín Sjöfn Vignis og Mattea Líf Kristinsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn og afhentu okkur afraksturinn í þarsíðustu viku.