Almennar fréttir
Afstaða Rauða krossins á Íslandi og Endurlífgunarráðs Íslands gagnvart sogtæki til að losa aðskotahlut í öndunarvegi
04. apríl 2023
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.

Umræða hefur verið á Íslandi um notkun á sérstöku sogtæki til þess að losa aðskotahlut í öndunarvegi en bæði Rauði krossinn á Íslandi og Endurlífgunarráð Íslands hafa fengið fyrirspurnir og ábendingar frá almenningi um þetta tæki, sérstaklega varðandi notkun þess á börnum.
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð hafa tekið þá sameiginlegu afstöðu að mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Í dag eru ekki til fullnægjandi rannsóknir og gögn um virkni og öryggi þessa tækis. Einnig eru áhyggjur um að notkun sogtækis geti leitt til þess að seinkun verði á því að veitt sé viðurkennd skyndihjálparaðferð við að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Gögnin sem stuðst var við í ákvörðunartökunni eru eftirfarandi:
ILCOR
Removal of foreign body airway obstruction (BLS 368): Systematic Review (ilcor.org)
IFRC
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Almennar fréttir 08. júní 2023Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins sem haldið verður dagana 8. - 13. október.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki
Alþjóðastarf 05. júní 2023Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Seldu dót til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 01. júní 2023Vinkonurnar Elín Sjöfn Vignis og Mattea Líf Kristinsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn og afhentu okkur afraksturinn í þarsíðustu viku.