Almennar fréttir

Afstaða Rauða krossins á Íslandi og Endurlífgunarráðs Íslands gagnvart sogtæki til að losa aðskotahlut í öndunarvegi

04. apríl 2023

Rauði krossinn og Endurlífgunarráð mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.

Umræða hefur verið á Íslandi um notkun á sérstöku sogtæki til þess að losa aðskotahlut í öndunarvegi en bæði Rauði krossinn á Íslandi og Endurlífgunarráð Íslands hafa fengið fyrirspurnir og ábendingar frá almenningi um þetta tæki, sérstaklega varðandi notkun þess á börnum.

Rauði krossinn og Endurlífgunarráð hafa tekið þá sameiginlegu afstöðu  að mæla ekki með notkun á  sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.

Í dag eru ekki til fullnægjandi rannsóknir og gögn um virkni og öryggi þessa tækis. Einnig eru áhyggjur um að notkun sogtækis geti leitt til þess að seinkun verði á því að veitt sé viðurkennd skyndihjálparaðferð við að losa aðskotahlut í öndunarvegi.

Gögnin sem stuðst var við í ákvörðunartökunni eru eftirfarandi:

ILCOR

Removal of foreign body airway obstruction (BLS 368): Systematic Review (ilcor.org)

IFRC

IFRC FIRST AID GUIDELINES-2020.pdf