Almennar fréttir

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag!

05. desember 2019

Um 3.000 sjálfboðaliðar leggja sitt af mörkum til samfélagsins á degi hverjum.

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag, 5. desember.

Hjá Rauða krossinum á Íslandi starfa um 3.000 sjálfboðaliðar. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni Rauða krossins væri íslenskt samfélag snauðara.

Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig ídag og þakka þeim. Takk sjálfboðaliðar!

\"78918414_1701459326651625_8606690719710576640_o\"