Almennar fréttir

Árlegur basar handavinnuhóp Rauða krossins í Árnessýslu

22. september 2022

Árlegi basar handavinnuhóp Rauða krossins í Árnessýslu verður haldinn laugardaginn 15. október klukkan 10 til 14 að Engjavegi 23 á Selfossi.

Við hvetjum fólk á svæðinu til þess að kíkja á glæsilega handavinnu sem er tilvalin í jólapakkann og á góðu verði. Einnig verður hægt að nálgast handverk á opnunartíma skrifstofu Rauða krossins á Selfossi á Eyrarvegi 23 á mánudögum og miðvikudögum klukkan 13 til 15, þriðjudögum klukkan 11 til 15 og fimmtudögum klukkan 10 til 14.