Almennar fréttir
Bjargvættir í stað Barna og umhverfis
03. maí 2022
Skyndihjálparnámskeiðin Bjargvættir hafa verið sett á laggirnar og taka við af hinum sívinsælu námskeiðum Börnum og umhverfi.
Bjargvættir er skyndihjálparnámskeið ætlað börnum og ungmennum frá 12-16 ára aldri þar sem farið er í grunnatriði skyndihjálpar og þátttakendur öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Börn og umhverfi voru bæði fróðleg og gagnleg fyrir börn og ungmenni, en forveri þeirra voru „barnapíunámskeið“ - námskeið sem voru barn síns tíma, sótt af börnum sem vildu taka að sér slík störf. Það að gæta barna er mikið ábyrgðastarf og Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að standa fyrir slíkum námskeiðum lengur.
Hér má sjá hvenær skyndihjálparnámskeið Rauða krossins eru á dagskrá.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.