Almennar fréttir
Bjargvættir í stað Barna og umhverfis
03. maí 2022
Skyndihjálparnámskeiðin Bjargvættir hafa verið sett á laggirnar og taka við af hinum sívinsælu námskeiðum Börnum og umhverfi.
Bjargvættir er skyndihjálparnámskeið ætlað börnum og ungmennum frá 12-16 ára aldri þar sem farið er í grunnatriði skyndihjálpar og þátttakendur öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Börn og umhverfi voru bæði fróðleg og gagnleg fyrir börn og ungmenni, en forveri þeirra voru „barnapíunámskeið“ - námskeið sem voru barn síns tíma, sótt af börnum sem vildu taka að sér slík störf. Það að gæta barna er mikið ábyrgðastarf og Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að standa fyrir slíkum námskeiðum lengur.
Hér má sjá hvenær skyndihjálparnámskeið Rauða krossins eru á dagskrá.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Almennar fréttir 08. júní 2023Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins sem haldið verður dagana 8. - 13. október.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki
Alþjóðastarf 05. júní 2023Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Seldu dót til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 01. júní 2023Vinkonurnar Elín Sjöfn Vignis og Mattea Líf Kristinsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn og afhentu okkur afraksturinn í þarsíðustu viku.